Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Qupperneq 54
52
Katrín Axelsdóttir
Tafla 3: Hlutfall sjá/þessi í ýmsum ritum frá 12. til 14. aldar
NF.KK.ET. NF.KVK.ET.
sjá þessi sjá þessi
Elstu handrit18 100% (73) 0% (0) 100% (66) 0% (0)
Möðruvallabók 45% (40) 55% (49) 32,5% (21) 67,5% (44)'
Fomaldars. Norðurl., 13. öld 35% (32) 65% (59) 29,5% (12) 70,5% (29)
Sturlunga 10,5% (4) 89,5% (34) 23,5% (9) 76,5% (29)
Fomaldars. Norðurl., um 1300 + 14. öld 22% (8) 78% (28) 22% (7) 78% (25)
Guðmundar saga biskups 10,5% (4) 89,5% (34) 4% (1) 96% (25)
í elstu handritum eru engin dæmi um myndina þessi í nf.et. en dæm-
in um þetta fall eru annars mörg, 73 í kk. og 66 í kvk. Breyting 1 læt-
ur hér ekki á sér kræla og kemur þetta heim við það sem haft var eft-
ir Jóni Þorkelssyni hér að framan (sjá 3.1). Breytingunni virðist á hinn
bóginn að mestu lokið um miðja 14. öld; dæmin um sjá í Guðmundar
sögu eru fá og var þó höfundur sögunnar fomyrtur. Ritin þama á milli,
Islendingasögumar í Möðruvallabók, fomaldarsögur og Sturlunga,
sýna millibilsástand. Þessi vinnur á í báðum kynjum og meira er um
þá mynd í fomaldarsögum og Sturlungu en í Möðruvallabók eins og
við er að búast.
I Möðmvallabók, fomaldarsögum frá 13. öld og Guðmundar sögu
virðist breytingin komin lengra á leið í kvk. en kk. Tölumar úr Sturl-
ungu sýna þveröfuga niðurstöðu; hlutfallslega meira er um þessi í kk.
en kvk. Líklega em a.m.k. tölumar úr Möðruvallabók áreiðanlegri en
tölumar úr Sturlungu. Dæmin em fleiri og handritið er eitt. í
Heimskringlu, sem verður fjallað um hér á eftir, er kvenkynið einnig
komið lengra á veg, sjá töjlu 4.
18 Dæmin eru í AM 237 a fol (c 1150), GKS 1812 4to (c 1192), Holm perg. 15
4to (c 1200), AM 645 4to (c 1220), AM 674 a 4to (c 1150-1200), AM 673 a II 4to
(c 1200). Tímasetningar eru úr Ordbog over det norrone prosasprog. Registre
1989.
19 I málfræði málsins á Möðruvallabók (de Leeuw van Weenen 2000:203) eru
dæmin sögð 43 en hér bætist við dæmi á 38ra2. Það er í málfræðinni ranglega talið
þágufallsdæmi (de Leeuw van Weenen 2000:317).