Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 55
53
Saga ábendingarfornafnsins sjá
Hér verður þess því getið til að breyting 1 sé ekkt ein breyting
heldur tvær; fyrst tók þessi við af sjá í nf.kvk.et. (la) og sams konar
breyting varð dálitlu síðar í nf.kk.et. (lb). Þessi tilgáta fær rökstuðn-
ing úr annarri átt, sjá 5.2.1. Báðar breytingamar hafa hafist einhvem
tíma á 13. öld þar sem þeirra verður vart í 13. aldar textum en ekki í
elstu handritunum. Þetta kemur heim við það sem Jón Þorkelsson sá í
þeim textum sem hann skoðaði (sjá 3.1), að undanskildu dæminu sem
hann fann í kvæðinu Geisla. Þar var á ferðinni dæmi um breytingu lb
(nf.kk.et.) í texta sem talinn er vera frá miðri 12. öld. Það dæmi stang-
ast á við vitnisburð allra annarra heimilda. Og ef sú tilgáta stenst að
breyting 1 hafi hafist fyrr í kvenkyni en karlkyni er dæmið enn tor-
tryggilegra.
Hugsanleg skýring á þessu misræmi gæti verið sú að málið á
Geisla sé e.t.v. frekar norska en íslenska. Málin vom að vísu mjög lfk
á þessum tíma, og varla hægt að tala um tvö mál. En ýmislegt var þó
frábrugðið. Eitt af því var einmitt beyging ábendingarfomafnsins sjá.
Breytingin sjá —> þessi varð fyrr í norsku en íslensku (Seip 1955:197,
sbr. Holtsmark 1955:535-538). íslendingurinn Einar Skúlason orti
Geisla, eða Ólafsdrápu, og kvæðið var flutt kóngafólki í Noregi
(Morkinskinna 1932:446). Það var 1153. Sé þetta rétt getur verið að
Einar hafi frekar ort kvæðið á norsku en íslensku og notað myndina
þessi í stað sjá til að Norðmenn mættu betur skilja. Seip (1955:197)
taldi myndina þessi í Geisla bera vitni um norsk áhrif, sjá 5.2.6 hér á
eftir. Svo getur líka verið að kvæðið hafi brenglast í meðfömm sknf-
ara og myndin þessi sé komin inn í kvæðið miklu síðar.-0 Dæmið úr
Geisla hefur því lítið sem ekkert gildi við aldursákvörðun á breyting-
unni sjá —»þessi. Þrettánda öldin er að líkindum upphafstími breyt-
ingarinnar, en erfitt er að segja nákvæmar til um tímann.
Þá er að líta á fleiri rit frá breytingatímanum. í töflu 4 er sýnt hlut-
fall sjá/þessi í þremur ritum frá fyrri hluta 13. aldar. Þegar hefur ver-
ið gerð grein fyrir tveimur þeirra, Jómsvíkinga sögu í AM 291 4to og
Heimskringlu, sjá 4.1. Þriðja ritið er Ólafs saga helga hin sérstaka.
20 Vísan sem dæmið er í er afbökuð, sjá Den norsk-islandske skjaldedigtning
1912-1915 A 1:472, B 1:445, Flateyjarbok I 1860:7.