Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Side 56
54
Katrín Axelsdóttir
Eins og fram kom í 4.1 er hún talin eftir Snorra Sturluson (1178 eða
1179-1241) og er talin eldra verk en Ólafs saga helga í Heimskringlu.
Sagan er talin frá um 1230. Skoðaðir voru sömu staðir og fundust í
Ólafs sögu helga í Heimskringlu, sjá 4.1. Notuð var Den store saga
om Olav den hellige 1941, en þar er sagan gefin út eftir Holm 2 4to,
sem er talið vera frá 1250-1300.
Tafla 4\ Hlutfall sjá/þessi í Jómsvíkinga sögu, Ólafs sögu helga og
Heimskringlu
NF.KK ET. NF.KV K.ET.
sjá þessi sjá þessi
Jómsvfkinga saga í AM 291 4to 16,5% (4) 83,5% (20) 20% (1) 80% (4)
Ólafs saga helga hin sérstaka 37% (7) 63% (12) 26,5% (5) 73,5% (14)
Heimskringla II (Ólafs saga helga) 40% (8) 60% (12) 25% (5) 75% (15)
Heimskringla I og III 10,5% (3) 89,5% (25) 8,5 (2) 91,5% (21)
Niðurstöðumar í töflu 4 koma nokkuð á óvart. Hlutfall myndarinnar
þessi í kk. í elsta ritinu, Jómsvfldnga sögu, er svipað hlutfallinu í því
sem væntanlega er yngst, Heimskringlu I og III. í Heimskringlu II em
mjög svipuð hlutföll og í Ólafs sögu helga hinni sérstöku, sem kemur
varla á óvart, en Heimskringla II og Heimskringla I og III sýna hins
vegar nokkuð ólíka mynd. Munurinn á þessum hlutum er mjög mikill,
ekki síst í ljósi þess að þama er um sama höfund að ræða.
Tölumar hér koma einnig illa heim við niðurstöðumar í töflu 3.
Jómsvfldnga saga er t.d. talin samin um svipað leyti og yngri hlutinn
af elstu handritum (sjá töflu 3) var skrifaður, og í elstu handritunum
vom engin dæmi um nýju myndina þessi. Af dæmunum 73 um sjá í
kk. í elstu handritum em 68 í ritum frá 1200 til 1220 og af kvenkyns-
dæmunum 66 em 57 í svo ungum ritum. Jómsvfldngasöguhandritið og
elstu handrit sýna því gjörólíka niðurstöðu. Handrit sögunnar er að
vísu töluvert yngra en sagan sjálf, frá síðari hluta 13. aldar, en þetta
em þó undarlega mikil frávik. Einnig er vert að benda á að hlutfalls-
tölumar í Heimskringlu I og III í kk. em þær sömu og í Sturlungu og
Guðmundar sögu (sjá töflu 3) sem em mun yngri rit, Guðmundar saga