Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 57
55
Saga ábendingarfomafnsins sjá
meira að segja miklu yngri. Búast hefði mátt við að ritin í töflu 4
sýndu upphaf breytingarinnar sjá —> þessi þar sem þau eru öll frá fyrri
hluta 13. aldar. En reyndin er allt önnur.
Ástæður þess að niðurstöðumar í töflu 4 stinga svo í stúf við töflu
3 geta verið ýmsar:
(3)a. í töflu 4 liggja miklu færri dæmi til grundvallar prósentuhlut-
föllum og ritin gefa því kannski ekki rétta mynd af notkuninni.
b. Handrit em misáreiðanleg; sumar uppskriftir em trúar forritinu,
aðrar ekki. Kannski em ritin í töflu 4 óáreiðanlegri en ritin í
töflu 3.
c. Kannski segja svona tölur minna en vonast er til.
d. Kannski eiga Ólafs saga, Heimskringla og Jómsvíkinga saga
eitthvað sameiginlegt sem ekki á við ritin í töflu 3.
e. Tímasetningar sagna em e.t.v. rangar.
f. Verið getur að sögur hafi verið ritaðar á öðmm stað og í öðm
málumhverfi en talið hefur verið.
Um ástæðumar í (3a—c) er erfitt að fullyrða nokkuð; þetta em varnagl-
ar sem ævinlega verður að hafa í huga við málsögurannsóknir.
Hvað (3d) snertir má velta fyrir sér efni ritanna. Þetta em rit um
konunga og hirðir. Spyrja má hvort slík rit hafi verið skrifuð fyrir til-
tekinn markhóp. Sá markhópur gæti verið, og er vísast, Norðmenn,
a.m.k. hvað Ólafs sögu og Heimsknnglu varðar. Ef til vill má hugsa
sér að myndin þessi hafi í ritunum í töflu 4 oft verið notuð í stað sjá
úl þess að Norðmenn mættu frekar skilja, rétt eins og í Geisla, eins og
giskað var á hér að framan. Kannski vom þessi rit frá upphafi ætluð
til útflutnings. íslensk handrit voru flutt út til Noregs þegar á 13. öld,
°g alþekkt er að í ritum frá þeim tíma em konungasögur (sjá Stelán
Karlsson 1979).
Hvað varðar liði (3e-f) má nefna tvennt í sambandi við Jómsvík-
inga sögu. Annað er að hugsanlega bendir hið háa hlutfall þessi til þess
að sagan sé yngri en talið hefur verið. Hitt er að til hafi verið útlend
handrit sögunnar. Bjami Kolbeinsson, biskup í Orkneyjum 1188-
1222, orti Jómsvíkingadrápu (sjá t.d. Helga Guðmundsson 1997.75,
291). Það var kannski ekki gert eftir íslensku handriti.