Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 58
56
Katrín Axelsdóttir
Þá er að víkja að nokkrum ungum dæmum um myndina sjá. Þótt
myndin hafi verið orðin sjaldséð á 14. öld (sbr. Guðmundar sögu í
töflu 3) bregður henni fyrir miklu lengur. í OH er að finna fjögur dæmi
um myndina sjá, umfram dæmin úr Nýja testamenti Odds, sem sagt
var frá í 3.3.
Eitt er úr kvæði um Ögmund Pálsson Skálholtsbiskup, ortu 1539
eða 1540 (Biskupa sögur 2 1878:309). Þar er sjá í kk., eins og dæmin
í NT sem er frá sama tíma. Hin þrjú dæmin eru öll úr bókum sem Guð-
brandur Þorláksson Hólabiskup gaf út. Tvö þeirra eru úr Sálmabók-
inni 1589 (Ein ny Psalma Bok 1589:136v, 224r). Það þriðja er úr
Vísnabókinni 1612 (Bishop Guðbrand’s Vísnabók 1612 1937:294). í
öllum þremur dæmunum er sjá í kvk. Síðara dæmið í Sálmabókinni er
í sálmi sem bent hefur verið á að geti verið eftir Einar Sigurðsson í
Eydölum (1538-1626) (Páll Eggert Ólason 1924:194). Einar í Eydöl-
um var aðalskáld Vísnabókarinnar þannig að það dæmi getur einnig
verið komið frá honum.
Ráða má af orðum Bjöms K. Þórólfssonar (sjá 3.2) að myndin sjá
hafi einmitt lifað lengi í kveðskap, eins og títt er um fomlegar orð-
myndir.21 Dæmin um sjá í skáldamáli hafa þannig ekki mikið gildi.
Þá er að líta á dæmin tvö í NT, en þau em bæði í kk. Það kemur
nokkuð á óvart að finna svo ung dæmi í óbundnu máli; þama em þrjár
aldir síðan sjá tók að þoka fyrir þessi. Reyndar má velta fyrir sér
tveimur hugsanlegum ástæðum þess að myndin sjá lifði svona lengi. í
fyrsta lagi getur þetta verið málfyming eins og í skáldamáli því að
biblíumál er hátíðlegt. í öðm lagi getur verið, þótt það sé kannski ótrú-
legt við fyrstu sýn, að sjá í nf.kk.et. hafi sameinast öðm beygingar-
dæmi. Þá má giska á að ábendingarfomafnið sá hafi tekið við mynd-
inni sjá. Þannig hafi sá og sjá verið álitnar tvímyndir.22 Ástæða þessa
21 Þannig eru allmörg dæmi í elstu rímum (Finnur Jónsson 1926-1928:319). Þar
eru talin 8 dæmi í kk. og 12 í kvk. í 15 rímnaflokkum af þeim 33 sem orðteknir voru,
og sagt er að upptalningin sé ekki tæmandi.
22 Rask 1844:39 segir að fomafnið þat, sá, sú hafi einnig myndina sjá í samkyni,
þ.e. kk. og kvk. Fyrir framan orðabók Cleasby 1874:xxi er stutt íslensk málfræði. Þar
er ábendingarfomafnið sá sagt sá eða sjá í nf.kk.et. og sú eða sjá í nf.kvk.et. Hugsan-
lega endurspegla þessi rit álit manna á myndinni sjá; hún er talin tilheyra