Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Side 60
58
Katrín Axelsdóttir
Tafla 5: Hlutfall þess-/þessar- í ýmsum ritum frá 12. til 14. aldar
þess- þessar-
Elstu handrit 100% (79) 0% (0)
Jómsvíkinga saga í AM 291 4to 70,5% (12) 29,5% (5)
Heimskringla II (Ólafs saga helga) 68% (17) 32% (8)
Heimskringla I og III 59% (20) 41% (14)
Möðruvallabók 97% (101) 3% (3)23
Fomaldarsögur Norðurl., 13. öld 67,5% (58) 32,5 (28)
Sturlunga 47% (34) 53% (38)
Fomaldars. Norðurl., um 1300 + 14. öld 42,5% (17) 57,5% (23)
Guðmundar saga biskups 41,5% (10) 58,5% (14)
Breyting 2 hefst á 13. öld en Kklega síðar en breyting 1; a.m.k. er hún
komin miklu styttra á veg í textunum en breyting 1 eins og glöggt má sjá
ef tafla 5 er borin saman við töflur 3 og 4. Eins og með breytingu 1 eru
þetta ekki nákvæmar tímasetningar en þessar breytingar verða snemma
og svo gamlar heimildir eru erfíðar viðfangs. Vísast má komast að ná-
kvæmari niðurstöðum en til þess þarf viðameiri athugun en gerð var hér.
Nauðsynlegt er að geta þess að niðurstöður athugana á breytingu
2 eru ótraustari en á breytingu 1. Myndimar sem hér um ræðir eru
sjaldnast ritaðar fullum stöfum. Stundum er alveg ljóst hvemig á að
leysa upp úr bundinni orðmynd, t.d. ef ar er ritað í mynd eins og
„þessaRar". En oft er aðeins ritaður fyrsti og síðasti stafur orðsins, og
eins og einn úr miðju orðinu, og síðan er lesendum látið eftir að geta
í eyðumar. Þannig er t.d. hugsanlegt að í stað þessi hafi skrifarar í
einhverjum tilvikum átt við myndina þessari.
4.4 Breyting 3: þenna —> þennan
í 3.3. kom fram að breytingunni þenna —» þennan er ekki að fullu lok-
ið á tíma Odds Gottskálkssonar og Guðbrands Þorlákssonar þótt hún
23 Öll þrjú dæmin um tvíkvæða stofninn þessar- í Möðruvallabók eru úr Laxdælu,
sjá íslenzk fomrit 5 1934:62, 167, 178. Til samanburðar eru 33 dæmi um einkvæðan
stofn í Laxdælu.