Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Síða 64
62
Katrín Axelsdóttir
myndir og þrýstingurinn á þær að breytast eða hverfa hefur væntan-
lega verið mikill.
I fomíslensku voru til nokkur fomöfn til viðbótar sem upphaf-
lega höfðu svokallaða innri beygingu, þ.e. stofninn beygðist og
óbreytanleg ögn hékk aftan við. Þetta em t.d. óákveðnu fomöfnin
hvergi (< hverr-gi), hvárgi (< hvárr-gi), engi (< einn-gi), manngi
(< mann-gi) og vetki (< vétt-gi). Til glöggvunar er sýnt í (5) hvemig
fomafnið hvárgi (nú hvorugur) beygðist á þennan hátt í kk.et. í fomu
máli (sbr. Iversen 1972:91).
(5) nf. hvár-gi
þf. hvám-gi
þgf. hvámn-gi
ef. hvárs-kis25
Örlög þessara fomafna vom þau að annaðhvort fóm menn að líta á
hinar óbreytanlegu agnir sem hluta af stofni og bættu svo beygingar-
endingum aftan við (t.d. nf. hvorugur, þf. hvorugan; nf. enginn, þf.
engan), eða þá að fomöfnin hurfu úr málinu (t.d. hvergi, manngi,
vetki). Þetta sýnir að innri beyging hefur átt í vök að verjast, og það
hefði verið í nokkurri andstöðu við þróun málsins ef þvísa og þeima
hefðu haldið velli.26
En þvísa og þeima vom ekki einu myndimar í beygingu sjá sem
höfðu hina flóknu innri beygingu. Myndin þessi (nf. og þf.hk.ft.) hafði
hana t.d. líka. Hér er sá munur á að þvísa og þeima vom hliðarmyndir
og aðrar myndir (þessu og þessum) gátu áfram sinnt hlutverki þeirra.
Myndin þessi gegndi sínu hlutverki ein og þess vegna hefur hún lík-
lega haldist í málinu.27
25 Hér er eignarfalls-s komið á tvo staði. Það er ekki aðeins s aftan við stofninn
eins og við er að búast, heldur einnig aftan við ögnina, sem hér er -ki.
26 Nefna má tvö dæmi utan fomafnabeygingarinnar um að óbreytanleg ögn eða
viðskeyti aftan við beygingarendingar hafi átt erfitt uppdráttar. Annað er hvarf neitun-
arviðskeytanna -a, -at og -t, en þau bættust við beygingarendingar sagna. Hitt er mið-
myndarmerkið -st sem bætist aftan við beygingarendingar (t.d. sjá-um-st), en í mið-
myndarsögnum gætir samt tilhneigingar til að færa miðmyndarmerkið fram fyrir
beygingarendinguna (t.d. sjáu-st-um).
27 Myndin þessor, sem nefnd var í 1 og 4.1 hér að framan, varð reyndar um tíma