Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 66
64
Katrín Axelsdóttir
við að nf. og þf.hk.ft. fylgdu fast á eftir (Katrín Axelsdóttir
1991:80-81,2002:151-152).
Nf. og þf.hk.ft. ábendingarfomafnsins sjá var og er þessi. Fyrsta
breyting á beygingu sjá varð í nf.kvk.et: sjá —> þessi. Hin nánu tengsl
milli nf.kvk.et. og nf. og þf.hk.ft., sem hér hefur verið rætt um, em án
efa ástæða þessarar fyrstu breytingar. Nf.kvk.et. verður eins og nf. og
þf.hk.ft. fyrir áhrif frá öðram hlutum beygingarkerfisins þar sem þetta
er líka eins. Ahrifsbreytingin er sýnd með hlutfallsjöfnu í (6).
(6) nf. og þf.hk.ft. góð : nf.kvk.et. góð
nf. og þf.hk.ft. þessi : nf.kvk.et. X;
X = þessi
Nf.kvk.et. (la) virtist í 4.2 hafa breyst á undan nf.kk.et. (lb). í ljósi
tengsla nf.kvk.et. við nf. og þf.hk.ft. lá það beint við.
5.2.2 sjá —> þessi (nf.kk.et.)
í fomíslensku vora nf.kk.et. og nf.kvk.et. í ákvæðisorðum yfirleitt
ekki samhljóða (t.d. góðr/hverr maðr, en góð/hver kona). Þetta var þó
ekki algilt. Bæði í lýsingarorðabeygingunni og fomafnabeygingunni
vora þó nokkur dæmi þess að nf.kk.et. og nf.kvk.et. hefðu sömu
myndir: vitr maðr, vitr kona, engi maðr, engi kona. Fomöfnin hvárgi
og hvergi vora líka eins í umræddum föllum, svo að eitthvað sé nefnt.
Þegar þetta er raunin á ýmsum stöðum í beygingarkerfinu er ekki
óeðlilegt að nf.kk.et. sjá hafi vikið fyrir þessi, til samræmis við
nf.kvk.et. þar sem sjá var byrjað að þoka fyrir þessi. Breyting lb er þá
líka áhrifsbreyting og áhrifin era þá frá þeim hlutum beygingarkerfis-
ins þar sem nf.kk.et. og nf.kvk.et. era eins.30 Ahrifsbreytingin er sýnd
með hlutfallsjöfnu í (7).
30 Styttingin rr > r í bakstöðu, sem varð um miðja 14. öld í löngum atkvæðum
(Bjöm K. Þórólfsson 1925:xxx), olli mörgum samföllum í nf.kk.et. og nf.kvk.et., t.d.
várr > vár. Á þessum tíma var breytingin sjá —> þessi enn í gangi, þótt langt væri
komin, og samföllin hafa e.t.v. ýtt enn ffekar undir breytingu lb. Þama vom komnar
upp fleiri fyrirmyndir að því að hafa nf.kk.et. og nf.kvk.et. eins. Hugsanlega var stytt-
ingin hafin nokkm áður en hennar sér stað í ritum. Ef svo var kann hún að hafa haft
nokkur eða töluverð áhrif á gang breytingar lb. Önnur sambærileg stytting, ss > s,
hefur einnig getað komið við sögu.