Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 67
65
Saga ábendingarfornafnsins sjá
(7)nf.kvk.et. vitr : nf.kk.et. vitr
nf.kvk.et. þessi : nf.kk.et. X;
X = þessi
Nf.kk.et. hafði ekki forsendur til að breytast fyrr en breytingin var
hafin í nf.kvk.et. Þá fyrst var ekkert því til fyrirstöðu að breyting yrði
í nf.kk.et. Þetta kemur heim við það sem talningamar í 4.2 bentu til,
þ-e. að kk. hefði verið seinna á ferðinni en kvk.
Hér hlýtur enn fremur að skipta máli að mynd sem hófst á s var að-
eins á tveim stöðum í beygingardæminu og hún hefur því væntanlega
átt í vök að verjast. Þegar myndin sjá hvarf á öðrum staðnum (kvk.)
hefur myndin á hinum staðnum (kk.) átt enn erfiðara uppdráttar; þrýst-
ingurinn frá myndum sem hófust á þ hefur orðið enn meiri.31
5-2.3 þessi —> þessari (þgf.kvk.et.)
^á víkur sögunni að breytingu 2 og hugsanlegum tengslum hennar við
hreytingu 1. Þar er raunar aðeins um að ræða tengsl við breytingu la
(nf.kvk.et).
Þegar myndin þessi var farin að tíðkast í nf.kvk.et. hefur e.t.v.
komið upp nokkur hætta á tvíræðni, því að þgf.kvk.et. var líka þessi.
Það er því ekki óeðlilegt að myndin hafi breyst á öðrum staðnum.3-
Þgf.kvk.et. tók upp myndina þessari, þ.e. mynd með tvíkvæðum
stofni. Það er í sjálfu sér ekki óvænt, því að þó nokkur orð höfðu þrí-
kvæðar myndir í þgf.kvk.et., t.d. heiðinni (af heiðinn), nokkurri (af
nokkurr), yð(v)arri (af yð(v)arr).
Tvíræðni þarf þó ekki að vera eina ástæðan. í sterkri beygingu lýs-
ingarorða og fomafnabeygingunni virðist víðast sú regla gilda að sé ein-
31 í beygingu fomafnsins sá eru .v-myndir líka aðeins á tveimur stöðum, en þar
Urðu hins vegar engar breytingar. Að ástæðu þessa verður vikið í 6 hér á eftir.
32 Mörg kvenkynsnafnorð eru eins í nf. og þgf.et., t.d. mynd. Ákvæðisorð sem
standa með nafnorðum eru hins vegar sjaldnast eins í nf.kvk.et. og þgf.kvk.et.: góð
(nf ), góðri (þgf.), nokkur (nf.), nokkurri (þgf.). Ef beyging nafnorðsins kveður ekki
skýrt á um fallið þá hleypur ákvæðisorðið undir bagga. Þess vegna er ekki ósennilegt
að þessi hafi vikið fyrir þessari, til samræmis við önnur ákvæðisorð sem hafa
nf.kvk.et. og þgf.kvk.et. ekki eins. Það er hins vegar ekki algilt að ákvæðisorð sé ekki
e*ns í nf.kvk.et. og þgf.kvk.et.: betri mynd (nf.), betri mynd (þgf.).