Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 69
67
Saga ábendingarfornafnsins sjá
þessari (þgf.kvk.et.) hafi orðið á undan breytingum í ef.kvk.et. og
ef.ft. En með hliðsjón af því sem giskað var á í 5.2.3 (þ.e. að nf.kvk.et.
hafi þrýst á þgf.kvk.et. til að breytast) verður að teljast sennilegt að
hreyting 2 hafi byrjað í þgf.kvk.et. og síðan smitað út frá sér í
ef-kvk.et. og ef.ft. Hér má því e.t.v. tala um.breytingu 2a (þgf.kvk.et.)
°g 2b (ef.kvk.et. og ef.ft.). Þetta þarf þó alls ekki að þýða að breyting
2a hafi hafist miklu fyrr en breyting 2b.
Breyting 2b varð örugglega vegna áhrifa frá orðum eins og heið-
lnn, nokkurr og yð(v)arr. Orð sem þessi eiga það sammerkt að sé þrí-
kvaeð mynd í þgf.kvk.et. (heiðinni, nokkurri, yð(v)arri) þá er einnig
Þríkvaeð mynd í ef.kvk.et. (heiðinnar, nokkurrar, yð(v)arrar) og ef.ft.
(■heiðinna, nokkurra, yð(v)arra). Álirifsbreytingin er sýnd með hlut-
fallsjöfnu í (9).
(9) þgf.kvk.et. heiðinni : ef.kvk.et., ef.ft. heiðinnar, heiðinna
þgf.kvk.et. þessari : ef.kvk.et., ef.ft. X;
X = þessarar, þessara
Það væri næsta einstakt í beygingarkerfinu ef þríkvæð mynd væri
bundin við þgf.kvk.et. eingöngu. Því er líklegt að hafi breyting 2a orð-
á undan 2b þá hafi 2b fylgt fast á eftir. Sennilega hafa breytingar 2a
°g 2b orðið um hér um bil sama leyti.
kgf.kvk.et., ef.kvk.et. og ef.ft. ákvæðisorða tengjast sterkum bönd-
urn í beygingarkerfinu. í málinu eru mörg dæmi þess að þetta þrennt
taki sömu breytingum. Til dæmis varð lengingin r > rr í lýsingarorð-
Urn a þessum þremur stöðum og sama er að segja um r-innskot í beyg-
lngarendingum lýsingarorða (sbr. Bjöm K. Þórólfsson 1925:xxx, 33).
I töflu 7 em dæmi um þessar breytingar.
Tafla 7: Dæmi um lengingu á r og r-innskot í þgf.kvk.et., ef.kvk.et.
og ef.ft.
r > rr r-innskot
Þgf.kvk.et. blári > blárri gamalli —> gamallri
/ 1 1 <T> blárar > blárrar gamallar —> gamallrar
ef.ft. blára > blárra gamalla —> gamallra