Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 72
70
Katrín Axelsdóttir
Talið er að málbreyting í einu máli geti haft þau áhrif að breyting-
in verði einnig í öðru máli. T.d. telur Kjartan Ottósson (1992:151) að
breytingin á miðmyndarmerkinu í norsku hafi ásamt öðru valdið því
að breytingin -sk > -st hófst í íslensku. Hugsanlega var eitthvað svip-
að á ferðinni með breytinguna sjá —> þessi. Ekki má þó útiloka þann
möguleika að hliðstæð en óháð þróun hafi orðið í báðum málunum,
enda eru þau náskyld.37
Ef um norsk áhrif var að ræða má velta fyrir sér hvemig þeim var
háttað. Varla hafa norskar bækur verið svo margar og mikið lesnar á
Islandi að þær hafi haft áhrif á íslenskt mál. Þá er að líta á talmál.
Vafalaust má gera ráð fyrir einhverjum norskum áhrifum á íslenskt tal-
mál. Prestar, biskupar og skólameistarar sem höfðu verið í Noregi hafa
vísast oft talað norskuskotið mál (Helgi Guðmundsson 1977:318). Að-
stæður þessara manna til að hafa áhrif á mál annarra vom mjög góð-
ar. Hafi mál í skólum á biskupsstólunum verið norskuskotið hafa
prestlingar tekið það upp og prestar hafa síðan við hátíðlegar og eftir-
minnilegar aðstæður talað það mál í kirkjum landsins. Þessir menn
hafa væntanlega stundum einnig ritað norskuskotið mál.
Hér að framan (sjá 4.2) var nefnt að hugsanlega hefðu Islendingar
verið hallir undir myndina þessi (í stað sjá) í ritum sem ætluð vom
Norðmönnum. fiessi kemur fyrir í Geisla um miðja 12. öld, miklu fyrr
en myndarinnar verður annars vart á íslandi, og í sögum um konunga
og hirðir var hlutfall myndarinnar hærra en búast mætti við. Sama gilti
um myndir með tvíkvæðum stofni, þessar- (sjá 4.3). Ef íslendingar
hafa notað norskar orðmyndir í ritum ætluðum Norðmönnum hefur
það getað haft áhrif á íslenskt mál. Höfundamir sjálfir hafa e.t.v.
bmgðið fyrir sig norsku myndunum í tali. Rit þeirra hafa svo væntan-
lega einnig verið lesin hér á landi þótt þau hafi verið samin handa
Norðmönnum. Minna má á að hljóðlestur tíðkaðist ekki á miðöldum.
sviði laga, kirkju, stjómmála og verslunar, og máláhrif hafi getað borist eftir þessum
leiðum.
37 Chapman (1962) telur að ýmsar málbreytingar í íslensku megi rekja til þess að
sömu breytingar höfðu orðið áður í norsku, og samskipti við Noreg hafi valdið því að
breytingamar breiddust út til íslands. Hreinn Benediktsson (1963) gagnrýnir þessar
hugmyndir og telur að hliðstæðumar stafi af samhliða en óháðri málþróun.