Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 74
72
Katrín Axelsdóttir
í 4.5 var minnst á myndina þessas í ef.kk.et. og ef.hk.et. sem bregð-
ur einstaka sinnum fyrir í máli bama og ungmenna. Þessi mynd er ekki
í töflu 10 þar sem hún er mjög sjaldgæf og dæmin um hana kunna að
vera mismæli. En dæmin gætu þó gefið vísbendingar um hvaða breyt-
ingar er að vænta næst í hinni margslungnu sögu fomafnsins sjá.
6. Niðurlag
í þessari grein var byrjað á því að rekja forsögu ábendingarfomafns-
ins sjá (2). Einnig var gerð grein fyrir eldri athugunum á breytingum
á beygingu fomafnsins úr fomu máli (3). Þá var sagt frá eigin athug-
unum á breytingunum (4). Breytingamar á beygingunni em hugsan-
lega fleiri en ætla má af eldri athugunum; breytingar 1 (sjá —> þessi)
og 2 (þess- —>þessar-) em e.t.v. fjórar breytingar, la, lb, 2a og 2b. Ein
breyting til viðbótar á beygingu sjá var svo dregin fram á sjónarsvið-
ið (þetta —> þettað).
I greininni hefur einnig verið fjallað um hugsanlegar ástæður ein-
stakra breytinga á beygingu sjá (5). Nokkrar breytinganna (la, lb, 2a
og 2b) tengjast þannig að hugsanlega er um að ræða ákveðið orsaka-
samband á milli þeirra. Þessum breytingum tengist einnig myndin
þessi í nf. og þf.hk.ft., sem veldur breytingu la, sjá —> þessi í
nf.kvk.et. Aðrar breytingar á beygingu sjá tengjast þessum hópi breyt-
inga ekki. Þetta á við um breytingu 3, þenna -> þennan, og breytingu
4, þetta —> þettað, og svo hvarf hinna fomu mynda þvísa og þeima.
Allar breytingamar, bæði þær sem tengjast og hinar, eiga hins veg-
ar það sameiginlegt að þær leiða til einföldunar. Ýmist er um að ræða
einföldun á beygingardæmi fomafnsins sjá eða einföldun á sjálfu
beygingarkerfinu. Hvarf þvísa og þeima leiðir til einföldunar á beyg-
ingu sjá því að þar hverfa hliðarmyndir. Myndimar þvísa og þeima em
líka flóknar myndir, sbr. 2, og því líklegri til að hverfa en hinar mynd-
imar sem völ var á, þessu og þessum. Með breytingum la og lb, sjá
—> þessi í nf.kvk.et. og nf.kk.et., fækkar rótum í beygingu sjá. Allar
beygingarmyndir fomafnsins hefjast á þ eftir þessar breytingar og það
er einföldun. Breyting 2a, þessi —> þessari í þgf.kvk.et., er líklega
óhjákvæmileg (vegna breytingar la), en breyting 2b, þess—>þessar-