Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Blaðsíða 75
73
Saga ábendingarfornafnsins sjá
í ef.kvk.et. og ef.ft., leiðir til einföldunar því að þar með er komið á
sama samræmi milli þgf.kvk.et., ef.kvk.et. og ef.ft. og annars staðar í
beygingu ákvæðisorða. Breytingar 3 og 4, þenna —> þennan og þetta
þettað, leiða til einföldunar á beygingarkerfinu. Ábendingar-
fornöfn standa með nafnorðum án greinis, alveg eins og sterkt beygð
lýsingarorð og ýmis fomöfn: góðan mann, lítið bam, nokkum mann,
yð(v)am mann, það bam. Þama em n og ð í bakstöðu og viðbót þess-
ara hljóða við myndimar þenna og þetta er því einföldun.
Forsaga sjá sem var stuttlega rakin í 2 var óhemju flókin. Hún gat
af sér hina margbrotnu beygingu fommálsins og tvímyndir. Búast
mátti við að eitthvað einfaldaðist og raunin hefur orðið sú að allar
breytingamar á beygingu sjá hafa leitt til einföldunar.
Að lokum er ástæða til að velta fyrir sér af hverju fomafnið sjá tók
svo miklum breytingum en ekki fomafnið sá. í beygingu sá em líka
myndir sem hefjast ýmist á s eða þ, eins og áður í beyginu sjá, og fyrir
fram mætti búast við því að slíkt ástand væri óstöðugt.
Sjaldgæfum orðum hættir frekar til að breytast en algengum og
athugun á tíðni þessara fomafna gæti komið hér að gagni. Samkvæmt
rannsókn á tíðni orða í nútímaritmáli er þessi fimmta algengasta for-
nafnið en sá er í áttunda sæti (Jörgen Pind o.fl. 1991:606). Það virðist
kannski ekki mikill munur en sé litið á tölumar að baki sést að mun-
urinn er gríðarmikill. Heildartíðni þessi er 4.493 en sá 2.851, þannig
að fyrmefnda fomafnið er miklu algengara. Hlutfallið er um það bil
1;0,63. Samkvæmt þessu hefði mátt búast við að staða sá væri heldur
slæm. En ef litið er til fommálsins kemur annað á daginn. í Möðm-
vallabók kemur fomafnið sjá 1.988 sinnum fyrir en sá 13.609 sinnum
(de Leeuw van Weenen 2000:201), og hlutfallið er því um það bil
F6,85. Fyrmefnda fomafnið er hér margfalt sjaldgæfara. Frá fommáli
tíl nútímamáls virðist hafa orðið alger viðsnúningur varðandi tíðni
þessara ábendingarfomafna. Sjá hefur því verið fremur sjaldgæft
ábendingarfomafn á þeim tíma þegar beyging þess tekur að breytast,
en á sama tíma er staða sá mjög sterk. Þetta kann að varpa ljósi á ólíka
sögu þessara fomafna.38
''h En úr því að sá er um þessar mundir fremur sjaldgæft fornafn mætti kannski
e'nnutt fara að búast við breytingum á beygingu þess.