Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 85
83
Mark eða gerandi
laginu, sbr. (4a)) eða staðið í forsetningarlið (og þá kemur beina and-
lagið á undan, sbr. (4b)):9
(4) a. Jón sendi Birni bókina. / Jón úthlutaði Birni styrknum.
b. Jón sendi bókina til Björns. / Jón úthlutaði styrknum til Björns.
A dæmunum í (4) þarf ekki að vera merkingarmunur milli setning-
anna: Einu gildir þótt markið sé tjáð með andlagi, þ.e. Birni, í fyrri
setningunni en forsetningarlið, þ.e. til Björns, í þeirri síðari. Merking-
in getur verið sú sama: Björn er í bæði skiptin viðtakandi. Þegar sögn-
in senda á í hlut getur þó verið sá munur að í þeirri fyrri sé gefið til
kynna að óbeina andlagið, Birni, sé eigandi bókarinnar. Þá merkingu
er síður eða varla um að ræða í síðari setningunni.
Séu sagnirnar færa, gefa og selja á hinn bóginn notaðar með for-
setningu breytist málið töluvert. Sé færa höfð með forsetningunni til
verður merkingin ‘hreyfa, færa’, sbr. (5). Því merkir forsetningarliður-
inn til Björns það að andlagið (stóllinn) sé hjá Bimi en ekki að hann
se eigandi hans eins og skilja má í (5a).
(5) a. Jón færði Birni stólinn.
b. Jón færði stólinn til Björns.
Sagnirnar gefa og selja geta báðar tekið með sér forsetningarlið með
dl í stað þágufallsins en dæmin em þó ekki alveg jafngild.10 Forsetn-
lngarliðurinn með til getur líka merkt hreyfingu til staðar. Útilokað er
hins vegar að til standi með nafnorði sem táknar persónu. Þetta má allt
sjá í (6):
(6) a. Jón gaf Birni/sjúkrahúsinu/*útlöndum bókina.
b. Jón gaf bókina *til Björns/til sjúkrahússins /til útlanda.
c- Jón seldi Birni/sjúkrahúsinu/*útlöndum bókina.
d. Jón seldi bókina *til Björns/?*til sjúkrahússins/til útlanda.
9 t
I ensku virðast pör af þessu tagi minni takmörkunum háð. Þar er oft talað um
dative shift eða dative altemation ‘þágufallsvíxl’ í þessu sambandi:
(i) John gave Bill the book./John gave the book to Bill.
10 Kristín M. Jóhannsdóttir (1996:18 [í viðauka]) bendir á þetta og nefnir sögnina
8efa í þessu sambandi. Setningin sem Kristín nefnir er Jón gafbókina til sjúkrahúss-
ins- Sjá líka (6).