Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 86
84
Margrét Jónsdóttir
Sé frumlagið gerandi tekur sögnin leigja með sér tvö andlög eins
og sjá mátti í (2a) en aldrei beint andlag og forsetningarlið í
samsvarandi hlutverki. Þetta má hvort tveggja sjá í (7):
(7) a. Jón leigði Birni íbúðina.
b. *Jón leigði íbúðina til Björns.
Það sem hér hefur komið fram sýnir að sögnin leigja með geranda-
frumlagi hagar sér um margt líkt og þær merkingarlega skyldu sagnir
sem nefndar voru í upphafi: /iz'ra, gefa, selja, senda og úthluta. Þó er
ýmislegt sem greinir þær að. Þar skiptir mestu máli að leigja með ger-
andafrumlagi tekur aldrei með sér forsetningarlið eins og hinar sagn-
imar geta flestar gert en sumar þá með breyttri merkingu.
3.2 Mark sem frumlag
í setningu (2b) er frumlagið Björn mark. Setningin er hér endurtekin
undir nýju númeri (8):
(8) Bjöm leigði íbúðina af Jóni.
Fmmlög sagna eins og t.d.fá, grœða, hljóta, þiggja, öðlast o.fl. em af
sama toga eins og sjá má í sagnalista hjá Jóhannesi Gísla Jónssyni
(2000:88). Sagnimar fá, græða, hljóta og þiggja em í sagnasyrpu
Kristínar M. Jóhannsdóttur (1996:22 [í viðauka]). Hópinn kallar hún
betlisagnir og eru þær undirflokkur sagna breyttrar eignaraðildar sem
minnst var á í 3.1. Bæði Jóhannes Gísli og Kristín ræða einmitt um
merkingarhlutverk sagna. Dæmi um sumar þessar sagnir má sjá í (9).
Þar er frumlagið alltaf mark.
(9) Jón fékk/græddi/þáði mikla peninga.
Það skilur þó á milli græða (peninga), hljóta, þiggja og öðlast annars
vegar og fá hins vegar að fmmlagið með fá getur einnig verið gerandi
eins og sjá má í (10). Þá verða andlögin tvö.
(10) Jón fékk Bimi blaðið.
Kannski finnst einhverjum að fá í (9) ogfá í (10) séu ekki sama sögn-
in en þá má benda á að sögnin fá hagar sér setningafræðilega (og