Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Síða 89
Mark eða gerandi
87
(13)a. Margir sóttu til hans og lánuðu peninga af honum.
(Fjallk. 1886, 51, 18. öld)16
b. *Maður lánar opt hjá öðrum, / annara margir veifa fjöðrum.
(SvbEgLj, 113, 19fm)
c. nú em ég penningalaus, og vildi ég gjama lána tíu krónur
(BGröndRit II, 74, 19ms)
d. Þessa stofu lána ég hjá sambýliskonunni. (MJLeik, 290, 19ms)
e. Hann varð að Iána að nýju, til að borga gömlu lánin.
(TBókm VIII, 19, 19s)
f. Ef þeir þurfa að lána peninga, þá fara þeir til bankanna.
(ísaf 1880, 54, 19s)
g. en vér hljótum að lána fé [þe: fá að láni]17 til þess, sem verð-
ur að borga aftur með vöxtum. (Andv 1899, 102, 19s)
h. hefði prestur og fylgdarkona hans lánað kænu hjá bónda.
(GGunnSál, 229, 20m)
i. Ámi Pétursson kom hingað oft og alltaf sömu erinda, að lána
peninga eða borga. (Ægir 1950, 275, 20m)
j. Lánuð var 6" dæla hjá Vitamálaskrifstofunni.
(TímVerk 1959, 19, 20m)
Viðbúið er að sitt sýnist hverjum um dæmin um sögnina lána sem
hér hafa verið sýnd og ekki er ólíklegt að ýmsir hafi tengt það ung-
hngamáli samtímans að frumlag sagnarinnar sé mark.18 Ástæðulaust
er að halda að svo sé, enda er elsta dæmið úr safni Orðabókarinnar frá
fyrri hluta 18. aldar eins og áður sagði og dæmin ná yfir tveggja alda
skeið. Þau em úr ýmiss konar textum og merkingin fer ekki á milli
^aála: lána merkir hér ‘fá lánað’; fmmlagið er mark eins og áður hef-
Ur komið fram. En þá kann að verða sagt að þetta sé danska eða dönsk
16 Textinn í Fjallkonunni sem hér um ræðir er sagður tekinn úr riti eftir Jón
Grunnvíking.
17 Innskotið er viðbót starfsmanns OH, augljóslega til skýringar. Dæmið er úr
grein eftir Bjama Sæmundsson frá 1899.
18 Höfundur þekkir mörg dæmi þess að sögnin lána sé notuð í sömu merkingu og
lánað’, einkum þó í máli yngra fólks. Það er líka mjög algengt í máli útlendinga,
a'm-k. á fyrri stigum námsins. Hugsanlega gætu það verið ensk áhrif, sbr. einnig 4.2.
Ekki tókst þó að finna skráð dæmi um notkunina.