Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 91
89
Mark eða gerandi
að hluta til (sbr. 3.2), hafa aðeins fundist dæmi um eina aðra sögn sem
með vissu má setja í þennan flokk en það er sögnin erfa.21 Kristín M.
Jóhannsdóttir (1996:22 [í viðauka]) flokkar hana með betlisögnum
rett eins og fá, grœða, hljóta og þiggja (sbr. 3.2); betlisagnir er undir-
flokkur sagna breyttrar eignaraðildar (sbr. 3.1). Skv. íslenskri orðabók
(2002) er merking sagnarinnar erfa þessi:
((4)1 fá e-ð í arf > hann erfði mikið fé / erfa e-n fá arf eftir e-n D>
hann erfði afa sinn
2 halda erfisdrykkju t> erfaföður sinn
3 erfa e-ð <við e-n> vera minnugur á misgerðir
Eins og sjá má hlýtur frumlagið með fyrstu merkingu að vera mark.
^eð annarri merkingu er frumlagið gerandi. Það verður þó ekki rætt
frekar. En hvorki í íslenskri orðabók (2002) né í öðrum orðabókum er
^nnst á að erfa geti merkt ‘arfleiða’, en sú merking felur í sér að
frumlagið er gerandi. Um það eru hins vegar mörg dæmi eins og sjá
ma í (15); í öllum dæmunum hefur erfa sömu merkingu og arfleiða:22
(I5)a. Guðjón bjó í húsinu og hafði þar vinnustofu sína. Erfði Guð-
jón Arkitektafélag íslands að húsinu ...
(http://www.dagfinnur.is/felicia/eindex.html)
21
Aðrar sagnir sem nefna má í þessu sambandi eru sagnimar gjalda, skulda og
e t v- versla. Ýmislegt í hegðun þeirra allra sýnir að fmmlögin em ýmist gerandi eða
niart:' Að öðm leyti er hegðun sagnanna þó nokkuð ólík. Þau dæmi sem til álita koma
* Þessu sambandi em öll gömul. Það er einungis versla sem sýnir breytta hegðun.
reytingin er fólgin í því að æ oftar kemur fram að versla haft sömu merkingu og
uPa. Það þýðir að frumlagið má skoða sem mark. Um þessa hegðun versla má gleg-
§st lesa hjá Jóni Hilmari Jónssyni (2003). En það að sögnin versla skuli geta fengið
s°ntu merkingu og kaupa leiðir hugann að andstæðupari eins og t.d. kaupa og selja. í
fnsku hefur samsvarandi par, buy og sell, oft orðið tilefni til umfjöllunar. í þessu sam-
ar>di rná vita til Jackendoff (1990:191) sem segir m.a.: „the difference between buy
sell lies in which character is foregrounded: the receiver or the provider of goods
espectively.“ — Þess má geta að sagnimar gjalda, skulda og versla, em allar í hópi
agna breyttrar eignaraðildar hjá Kristínu M. Jóhannsdóttur (1996): gjalda og skulda
e ur hún til gjafasagna (bls. 21 [í viðauka]) en versla til skiptisagna (bls. 23 [í við-
aJ). Hvor tveggja hópurinn heyrir til sögnum breyttrar eignaraðildar.
Engin dæmi um þessa merkingu er að finna í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
steinn Eyþórsson leitaði með ýmsum leitarvélum á netinu og fann öll dæmin um
'ja í (15) nema (15e) sem Dagný Kristjánsdóttir benti mér á.