Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 96
94
Margrét Jónsdóttir
c. Jón fékk Bimi bókina.
d. *Jón erfði Bimi bókina. (aðeins: erfði Bjöm að (af) bókinni)
Engin skýring hefur fundist á því hvers vegna setningagerðin með erfa
er eins og raun ber vitni, ólík því sem er hjá lána, leigja og fá að þessu
leyti. Auk þess em notaðar mismunandi forsetningar í þeim forsetn-
ingarliðum sem koma við sögu sem rökliðir þessara sagna (sbr. dæm-
in í (16) hér framar). Þessi skortur á nákvæmri hliðstæðu virðist þó
ekki hafa komið í veg fyrir þá endurtúlkun sem hér var lýst. Hliðstæð-
an var nægilega mikil.26
5.3 Samantekt
í þessum kafla hefur verið rætt um endurtúlkun rökliða og hvaða af-
leiðingar endurtúlkunin hefur haft fyrir sagnir tiltekinnar merkingar.
Aðeins tvær sagnir hafa, svo óyggjandi sé, bætt við nýrri setninga-
gerð. Önnur þeirra, lána, fellur alveg að eldri fyrirmynd(um) en hin,
etfa, gerir það ekki að öllu leyti.
6. Lokaorð
í þessari grein hefur verið fjallað um merkingarlegt tvíeðli sagnanna
leigja, lána, erfa og fá. Sagnimar eiga það sameiginlegt að allar tákna
þær samskipti sem felast í því að skipst er á því sem þemað táknar.
Fmmlag hverrar sagnar er ýmist gerandi, þ.e. sá sem framkvæmir eða
gerir það sem um er rætt, eða mark, þ.e. sá sem tekur við því sem
þemað táknar. Jafnframt var rætt um setningafræðilegt birtingarform
slíkar tvíræðni. Færð vom að því rök að tvíræðnina mætti skýra út frá
rökliðagerð viðkomandi sagna; hún gæti því aðeins orðið að tilteknum
setninga- og merkingarfræðilegum skilyrðum væri fullnægt.
I framhaldi af þessu er eðlilegt að spurt sé hvort sagnimar geti orð-
ið fleiri. Svarið hlýtur að vera játandi. Því til stuðnings má t.d. benda
26 Einhveijir kynnu að kalla þær breytingar áhrifsbreytingar (e. analogy) sem
hér hefur verið lýst. Nafngiftin skiptir ekki meginmáli í því sambandi heldur skýring-
in á eðli breytinganna og þeim skilyrðum sem þurftu að vera fyrir hendi til þess að
þær gætu átt sér stað. Þeim hefur verið lýst hér.