Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 118
116 Ásgrímur Angantýsson
Viss tegund flámælis felur einnig í sér tvíhljóðun. Eins og kunnugt
er tekur flámæli til framburðar á frammæltu hljóðunum /i, u, e, ö/ og
undir hefðbundna skilgreiningu falla lækkun á /i/ ([1] >[I]) og /u/ ([y]
>[Y]), hækkun á /e/ ([£] >[e]) og /ö/ ([œ] >[œ]) eða „reikult [...]
opnustig" þessara hljóða (sbr. Bjöm Guðfinnsson 1964:81-82).9
Fjarlæging hálfnálægu hljóðanna /i, u/ vom algengustu einkennin
samkvæmt mállýskurannsóknum Bjöms Guðfinnssonar upp úr 1940
en þá vom um 27% landsmanna flámæltir að einhverju marki, flestir
á Austfjörðum og Suðvesturlandi en fæstir á Vestfjörðum (1964:
112-117).10 Bjöm segir að þessi framburður hafi einkum komið fram
þegar viðkomandi sérhljóð vom löng en þegar flámælið var „á háu
stigi“ hafi verið til að þau stuttu flámæltust líka (1964:82).11 Ekki
kemur fram í niðurstöðum Bjöms að hvaða marki flámælið kom fram
sem tvíhljóðun en það birtingarform er vissulega athyglisvert í þessu
samhengi.
Einhljóðanir stuttra tvíhljóða eins og í deyður-deytt og tómur-tómt
í færeysku12 koma einnig fyrir í íslensku, s.s. heyra-heyrt ([hert]) og
hœkka ([hahka]), en virðast þó bundnar við óskýran framburð. Breyt-
margra réttmæltra manna. Getur stundum verið vafamál hvort þetta skrið er eðlilegt
eða flámæli á byrjunarstigi" (1947:25). í rannsókn Ástu Svavarsdóttur o.fl. (1982:69)
bar helst á formendasveigingum í löngum /e/, /o/ og /ú/ sem bendir væntanlega til
tvíhljóðaskriðs af þessu tagi í þeim hljóðum. Forvitnilegt væri að kanna öll löng
einhljóð með þetta fyrir augum.
9 Um uppruna flámælis er ekki vitað með vissu. Elstu dæmi koma fram á 19. öld
(sbr. Bimu Ambjömsdóttur (1987:26) og rit sem þar er vitnað til) en sumir mál-
fræðingar telja þó að það sé mun eldra í málinu (sbr. Björn Guðfinnsson 1947:25).
10 Rannsókn Höskuldar Þráinssonar og Kristjáns Ámasonar á íslensku nútímamáli
upp úr 1980 leiddi í ljós að flámæli hefur minnkað verulega frá því á 5. áratugnum en
athygli vekur að nokkuð ber á nálægingu löngu afbrigðanna af /e/ og /ö/ í máli yngstu
kynslóðarinnar. Aðgengilegasta yfirlitið um niðurstöður úr rannsóknum þeirra félaga
er að finna í grein þeirra (2001) um íslenskar mállýskur á margmiðlunardiskinum
Alfrœði íslenskrar tungu.
11 Flámæli er áberandi einkenni í vesturíslensku og hefur þróast mun lengra þar
en það gerði nokkum tíma hér á landi (sbr. Bimu Ambjömsdóttur 1987:23-40).
12 Einhljóðunin á /ó/ er einföldust eða skýrust í þeim mállýskum þar sem langa
afbrigðið er [œu:] (en ekki [ou:]) og það stutta [œ].