Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 119
Um tvíhljóðanir og einhljóðanir í íslensku og fœreysku ... 117
ingar af þessu tagi eru hins vegar „viðurkenndar" í færeysku og orðn-
nr hluti af almennu hljóðafari. Eins og fram hefur komið er gegnum-
gangandi hljóðgildismunur á löngum og stuttum sérhljóðum í fær-
eysku: Þar sem ekki eru tvíhljóðanir skiptast á afbrigði þar sem það
langa er nálægara en það stutta, sbr. linur-lint, tola-toldi o.s.frv. I
þessu sambandi er vert að hafa í huga að formendatíðni langra og
stuttra sérhljóða í íslensku er mismunandi, óháð því hvort greina megi
tvíhljóðsskrið eða ekki (sbr. Ástu Svavarsdóttur o.fl. 1982 og rann-
sóknir sem þar er vísað til). Þótt sá munur sem greina má á áherslu-
sérhljóðinu í orðmyndunum linur-lint í íslensku sé væntanlega ekki
nálægt því eins mikill og í færeysku má gera ráð fyrir að hann sé
nokkur. í þeim skilningi eru íslenska og færeyska kannski ekki eins
ólík mál hvað varðar víxl langra og stuttra sérhljóða og töflur 1-2 gefa
til kynna.
4. Lokaorð
Ekki er ólíklegt að íslenska muni þróast í svipaða átt og færeyska í
náinni framtíð þar sem sum einhljóðafónem hefðu viðurkennd
tvíhljóðsafbrigði (eða tvíhljóðsskriðafbrigði) þegar þau væru löng en
ekki þegar þau væru stutt — og sum tvíhljóðsfónem hefðu viðurkennd
einhljóðsafbrigði þegar þau væru stutt en ekki þegar þau væru löng.
Hver þróunin verður fer þó örugglega að einhverju leyti eftir málstefn-
unni og almenningsálitinu.
HEIMILDIR
ðlfrœði íslenskrar tungu. íslenskt margmiðlunarefni fyrir heimili og skóla. 2001.
Ritstjórar Þórunn Blöndal og Heimir Pálsson. Námsgagnastofnun, Reykjavík.
Ásta Svavarsdóttir, Halldór Armann Sigurðsson, Sigurður Jónsson og Sigurður
Konráðsson. 1982. Formendur íslenskra einhljóða: meðaltíðni og tíðnidreifing.
íslenskt mál 4:63-85.
Rarnes, Michael P., og Eivind Weyhe. 1994. Faroese. Ekkehard König og Johan van
der Auwera (ritstj.): The Germanic Languages, bls. 190-218. Routledge, London.
hirna Ambjömsdóttir. 1987. Flámæli í vesturíslensku. íslenskt mál 9:23—40.