Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 124
122
Höskuldur Þráinsson
unum (á 19. öld, held ég) og tók upp siði þeirra. Áður en indíánarnir
tóku hann í sátt fylgdust þeir með athæfi hans og tóku m.a. eftir því að
hann „dansaði við úlfa“ og nefndu hann sín á milli eftir því. í mynd-
inni kom skýrt fram að orðmyndin dansar (eða dances á ensku) átti að
vera sagnmynd. Samkvæmt því mætti sýna formgerðina á einfaldað-
an hátt á þessa leið (SL er hér sagnliður — horft er framhjá þeirri hug-
mynd í bili að persónubeygða sögnin kunni að flytjast út úr sagnliðn-
um í íslensku (sjá t.d. Höskuld Þráinsson 1999:206 o.áfr.) en við kom-
um að því síðar):
fs NL
dansar við úlfa
En væri það ekki ótækt nafn? Getur sagnliður verið nafn? Hvers konar
liðir geta verið nöfn, t.d. í íslensku? Eru nöfn ekki yfirleitt nafnliðir?
í þessari flugu verður rætt aðeins um liðgerð nafna og síðan stung-
ið upp á skýringu á nafni kvikmyndarinnar í framhaldi af því.3
2. Liðgerð nafna
2.1 Mannanöfn
Skímamöfn manna em ekki sérstaklega fróðleg til skoðunar ef maður
vill átta sig á því hvaða takmörk em á liðgerð nafna. Þau em yfirleitt
bara nöfn, þ.e. einföld nafnorð (sémöfn) eins og Anna, Ari, Guðmund-
ur, Guðrún, Magnús, Margrét o.s.frv. Stundum er þó bætt við þess1
nafnorð og gerðir úr þeim stærri nafnliðir, einkum í daglegu tali eða t
tengslum við gælunöfn. Þetta er t.d. gert með því að bæta ákvæðisorðt
við eða þá forsetningarlið eða jafnvel eignarfalli:
3 Ef einhverjum finnst Dansar við úlfa tækt nafn á kvikmynd, þar sem dansar ef
sögn í framsöguhætti, er ég nokkuð viss um að hann túlkar þetta á svipaðan hátt og
stungið er upp á í skýringartilrauninni í lok greinarinnar — eða þá að hann lítur á þetta
sem einhvers konar tilvitnun, sbr. fyrri neðanmálsgrein.