Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 132
130
Höskuldur Þráinsson
svipaða beygingu og fallorð, þ.e. þeir geta beygst í kyni, tölu og jafn-
vel falli en það geta persónuhættir sagna ekki. Kannski er það til
marks um nafnlegt eðli þeirra að einhverju leyti.
Sú staðreynd að atvikslegar setningar með vísun til staðar og tíma
skuli ganga sem heiti á hugverkum til dæmis (sjá dæmin í (13a))
verður varla skýrð með því að slíkar setningar líkist nafnliðum að
öðru leyti. Þær eru miklu frekar í ætt við forsetningarliði, t.d. staðar-
og tímaliði, og kannski er það ástæðan fyrir því að slíkar setningar
geta gegnt hlutverki nafna af þessu tagi. En það kemur e.t.v. dálítið á
óvart að fallsetningar (skýringarsetningar og spumaraukasetningar)
skuli ekki ganga sem nöfn (sjá (14)) því slíkar setningar hafa þó að
öðru leyti mjög svipaða dreifingu og nafnliðir (sjá t.d. Höskuld Þrá-
insson 1999:170 o.áfr.). Kannski em þessar setningagerðir of ósjálf-
stæðar í einhverjum skilningi til að geta staðið sem nöfn, þ.e. þær
þurfa yfirleitt að gegna hlutverki rökliðar einhverrar sagnar. Atviks-
setningar em sjálfstæðari að þessu leyti og aðalsetningar em alveg
sjálfstæðar.
Þau málfræðilegu einkenni sem hér vom rakin skýra auðvitað á
engan hátt þann mun sem er á nafngiftum manna, fyrirtækja og hug-
verka til dæmis, en því var haldið fram hér á undan að mestar hömlur
væm á mannanöfnum og minnstar á heitum hugverka. Innan þess
ramma sem málfræðin setur em það þó einkum menningarlegar höml-
ur eða venjur sem ráða mestu um það. Við sjáum það t.d. á því að í
Færeyjum, Hollandi og Þýskalandi er alsiða að nýta forsetningarliði í
formlegum nöfnum manna en á Islandi er það helst gert í nokkurs kon-
ar gælunöfnum eða þá listamannanöfnum (sbr. Jón úr Vör, Þorsteinn
frá Hamri — ábending frá yfirlesara). Flestir kannast áreiðanlega líka
við að hafa heyrt um indíánanöfn sem em ólík þeim mannanöfnum
sem við eigum að venjast af því að þau eru samsettir nafnliðir af því
tagi sem vel má nýta sem nöfn á fyrirtækjum, félögum eða hugverk-
um til dæmis en ekki tíðkast að nota sem mannanöfn á okkar menn-
ingarsvæði. Sem dæmi um þetta nægir að nefna hinn fræga Sitjandi
tudda (e. Sitting Bull). En nú emm við komin á indíánaslóðir eins og
í upphafi og því mál að snúa sér aftur að nafni kvikmyndarinnar,
Dansar við úlfa.