Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 139
Sigfús Blöndal sem kennslubókarhöfundur:
Um Praktisk Lœrebog i islandsk Nutidssprog
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
0. Inngangur
23. apríl 2003 var liðin öld frá því að Sigfús Blöndal og kona hans,
Björg Blöndal, síðar Þorláksson, hófu að semja stórvirkið Islensk-
danska orðabók sem kom út í Reykjavík 1920-1924, svokallaða
Blöndalsorðabók.1 Þessi tímamót urðu tilefni eftirfarandi greinar um
annan þátt í störfum Sigfúsar, þátt hans í kennslubókinni Praktisk
Lœrebog i islandsk Nutidssprog2 sem hann samdi með Ingeborg
Stemann og kom út 1943. Sú bók var á vissan hátt brautryðjendaverk.
Sigfús Blöndal var lengstum bókavörður við Konunglega bókasafnið
í Kaupmannahöfn. Hann iðkaði fræði af ýmsum toga en þekktastur er
hann af orðabókarstörfum sínum.3 Færri vita líklega að hann samdi þessa
kennslubók sem hefur verið talin fyrsta nútímamálskennslubókin í ís-
lensku á norrænu máli eins og kemur fram í formála.4 Hún hefur því bætt
úr brýnni þörf, enda er sagt berum orðum að bók sem þessa hafi vantað.
Bókinni var ætlað tvíþætt hlutverk a.m.k. Fyrst og fremst skyldi hún vera
kennslubók í íslensku á háskólastigi. Um það ber meginefni hennar vitni.
Samtalskafli bókarinnar skyldi hins vegar gagnast þeim sem enga kunn-
áttu hefðu í málinu en hygðu á ferðalag til landsins.
Samverkamaður Sigfúsar við samningu PLEN var Ingeborg Stemann
(1889-1973). Ingeborg var háskólakennari og þýðandi og vel þekkt í
1 Yfirlesurum og ritstjóra eru færðar þakkir fyrir gagnlegar ábendingar.
2 Þegar vísað er til bókarinnar hér á eftir er skammstöfunin PLIN (fyrir Praktisk
Lcerebog i islandsk Nutidssprog) oft notuð í hagræðingarskyni.
3 Um Sigfús má lesa í sjálfsævisögu hans, Endurminningar. I eftirmála bókarinn-
ar eftir Lárus H. Blöndal (bls. 293-295) er gerð grein fyrir störfum Sigfúsar.
4 Ekki er þetta þó alveg rétt því m.a. er til handrit að örlitlu kveri frá 18. öld, Kort
Undervijsnijng om de fornemste sticker til at lœse og tale det Islandske sprog rett, eft-
ir Jón Ólafsson úr Grunnavík. Kverið er ritað á dönsku og er að líkindum elsta sam-
tímalegt kennsluefni í íslensku fyrir útlendinga sem til er. Þetta má lesa í grein Þóru
Bjarkar Hjartardóttur 1994. En ljóst er að höfundar hafa viljað leggja áherslu á að bók
þeirra væri um íslenskt nútímamál því í titlinum eru þau orð ritum með hástöfum:
Praktisk Lœrebog i ISLANDSK NUTIDSSPROG.
íslenskt mál 25 (2003), 137-148. © 2004 íslenska málfrœðifélagið, Reykjavík.