Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 143
141
Sigfús Blöndal sem kennslubókarhöfundur
skýringalaust. í umfjöllun um þátíð veikra sagna í PLIN er efnið hins
vegar flokkað niður og reynt að lýsa því hvað skilyrðir sjálfar ending-
amar (bls. 113-114).
Flokkun sterkra sagna eftir hljóðskiptasérhljóði í þátíð eintölu og
fleirtölu (bls. 97-98) vekur sérstaka athygli, en hún er reyndar sú sama
og hjá Valtý (1922:117). Margir kannast sjálfsagt við hefðbundnu röð-
ina á hljóðskiptasögnum sem kemur fram í romsum eins og bíta -
bjóða - bresta - stela - gefa -fara - gráta. í flokkun Valtýs yrði þessi
romsa hins vegar svona: bresta - gefalstela - fara - bíta - bjóöa -
gráta, þar sem gefa og stela eru talin afbrigði sama flokks.11
Eitt einkenna beygingarfræðikaflans er frjálslyndið: Viðurkennt er
að fleira en eitt geti verið rétt. Hér verða tekin þrjú dæmi af karlkyns-
orðum sem málvöndunarsinnar hafa gert sér títt um. Um orð eins og
lœknir er sagt að -r geti ýmist verið ending eða tilheyrt stofninum (bls.
63). Beygingamar em því jafnréttháar (dæmi: lækn-ar og lœknir-ar í
fleirtölu). Orðin faöir og bróöir eru sögð geta fengið -s í eignarfalli
eintölu en aðeins á undan viðskeyttum greini: fööursins, bróöursins
(bls. 73). í öllum þessum tilvikum er fordæmi Valtýs (1922:54, 61)
fylgt. Þar er þess að gæta að Valtýr var að skrifa fræðilega beygingar-
lýsingu, gera grein fyrir því hvemig orð væm beygð í raun og vem í
máli samtímans og gerði þess vegna grein fyrir þeim tilbrigðum í
beygingum sem hann þekkti, en í kennslubókum er aftur á móti al-
gengt að mælt sé með einu afbrigði, t.d. því eldra eða elsta.
Forvitnilegt er að bera kennslubók Sigfúsar saman við tvær aðrar
kennslubækur frá svipuðum tíma og athuga hvemig farið er með um-
rædd orð. Bækumar em eftir Stefán Einarsson (1945) og Bjöm Guð-
11 Mörg álitaefni koma upp þegar gera skal grein fyrir íslenskri sagnbeygingu og
lýsa henni í kennslubók. Sumir hafa talið vænlegt að byrja á því að flokka og kenna
sterkar sagnir út frá þátíð (eintölu) í stað þess að byrja á nútíðinni eins og vaninn er.
Astæðan sé sú að fyrirsegjanleiki þátíðar sé meiri en nútíðar og því geti verið auðveld-
ara að rekja sig áfram. Hér má vísa til ritgerðar Sigrúnar Þorgeirsdóttur (1982:54-55),
en hún telur að hægt sé að flokka sterkar sagnir út frá endingum þátíðar eintölu og
fleirtölu enda þótt undirflokkamir verði margir. Gunnar Þ. Halldórsson (2002) heldur
því aftur á móti fram að vænlegast sé að byrja á að kenna nútíð sagna, án tillits til
skiptingarinnar í veikar sagnir og sterkar, enda sé nútíðarbeyging sterkra sagna ekk-
ert síður regluleg en nútíð veikra sagna þótt þátíð sterku sagnanna sé ófyrirsegjanleg.