Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Blaðsíða 147
Sigfús Blöndal sem kennslubókarhöfundur 145
unum slepptum má geta þess að aðeins sum orðanna sem hér voru
nefnd er að finna í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. í íslenskri
orðabók (2002) eru auk aldinorðanna nafnorðið taugaáfall og sögnin
síma.
í bókinni er langur listi yfir eiginnöfn. Gælunöfnin (stuttnefnin)
(bls. 146-150) eru áhugaverð og kemur sumt á óvart, a.m.k. í því sam-
hengi sem þau eru. Böðvar er kallaður Bökki, Friðrik Friggi, Guð-
brandur Gubbi, Hannes Nesi, Haraldur Hari og Pétur Puti (og Pési).
Guðbjörg er kölluð Gudda rétt eins og Guðríður (algengt), Jórunn
Jóka, Ketilríður Keta og María ekki aðeins Maja heldur líka Massa.
í listanum yfir þjóðanöfn og orð þeim tengd (bls. 152-154) virðast
lýsingarorðin sænskur og svenskur jafngild, einnig franskur og frakk-
neskur, belgiskur (svo)18 og belgneskur, þýskur og þjóðverskur. Talað
er um Portúgalsmann (en ekki Portúgala), Finna eða Finnlending,
Mexíkómann og Vesturheims-íslending. Það lítur út fyrir að Sigfús
hafi breytt skoðun sinni, a.m.k. að hluta, frá því sem var í íslensk-
danskri orðabók (1920-1924). Þar er ekki aðeins Portúgalsmaður
heldur líka Portúgali. Vesturheims-íslending er þar ekki að finna, að-
eins Vestur-íslending. Engin dæmi eru þar um orð sem tengjast
Mexíkó. Spumingamerki er þar við orðið belgiskur en líka er vísað til
orðsins belgverskur. Það orð er ekki í PLIN. Sé litið í íslenska orða-
bók (2002) má sjá að þar em lýsingarorðin frakkneskur, svenskur og
þjóðverskur merkt sem fomt mál eða úrelt; orðið belgneskur er þar
ekki. Hvergi hafa fundist dæmi um orðið Vesturheims-lslendingur. í
skrá íslenskrar málstöðvar um landaheiti er aðeins að finna eitt orð-
anna úr PLIN, þ.e. Mexíkómaður (en líka Mexíkói).
Örlítil athugasemd um bölv og ragn (bls. 12) er til mikillar fyrir-
myndar enda þótt stutt sé og prentuð með smáu letri. Raunar er þetta
það eina af slíkum toga sem greinarhöfundur hefur rekist á í kennslu-
bókum þrátt fyrir leit. Að því leyti að minnsta kosti má segja að bók-
in standi undir nafni og sé „praktísk“.
skránni bendir til þess að hringja í áðumefndri merkingu sé í flestum tilvikum yngri
eti síma.
18 Lýsingarorðið belgiskur er væntanlega myndað af orðinu Belgi.