Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 151
Orð af orði
Sigfús Blöndal og vasabœkur Björns M. Ólsens
GUÐRÚN KVARAN
1. Inngangur
í vor er leið, nánar tiltekið 23. apríl, voru liðin eitt hundrað ár frá því
að Sigfús Blöndal og kona hans, Björg Þorláksdóttir, hófu að vinna að
þeirri orðabók sem lengstum hefur gengið undir nafninu „Blöndal“
eða „Blöndalsbók". Það er því rétt að minnast sérstaklega þeirrar bók-
ar í tilefni afmælisins og verður það gert hér með því að ræða um orð
sem merkt eru staðbundin, þ.e. aðeins notuð á tilteknu svæði, í Blön-
dalsbók.1 Slíkar merkingar eru mjög víða, en þótt talsverður fjöldi
orða sé merktur ákveðnum landsvæðum vita þeir sem handgengnir eru
orðabókinni að þær merkingar segja ekki annað en að Sigfús hafði
dæmi af þeim slóðum og þekkti þau ekki notuð annars staðar. En
hvaðan hafði Sigfus heimildir sínar? Hvorugt þeirra hjóna hafði tök á
að ferðast um landið og safna efni vegna búsetu í Danmörku.
í formála fyrir orðabókinni gerir Sigfús grein fyrir því hvemig
orðabókarverkið var hugsað í upphafi og hvemig að því var unnið
(sbr. Guðrúnu Kvaran 1997). Það er alveg ljóst að þau hjón vanmátu í
upphafi þá vinnu sem í því felst að safna til orðabókar og gefa hana út
og em ekki ein um það. Þau töldu, að með því að leita fyrst og fremst
til útgefinna orðabóka gætu þau á tiltölulega skömmum tíma samið
orðabók yfir samtímamálið, og eftir fimm ára vinnu var bókin til í
fyrsta uppkasti. Sigfúsi til mikilla vonbrigða kom í ljós að hvar sem
hann bar niður vantaði mikið upp á að bókin kæmi að gagni og þau
urðu því að halda áfram. Þau unnu að orðtöku næstu fjögur árin, og
hafði seðlasafnið vaxið allverulega þegar þeirri lotu lauk. Aftur taldi
1 Ónafngreindum yfirlesurum og ritstjóra skal þakkað fyrir athugasemdir við eldri
gerð þessarar greinar.
íslenskt mál 25 (2003), 149-172. © 2004 íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.