Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 152
150
Guðrún Kvaran
Sigfús að hann væri kominn með nothæft handrit en sá að eitt svið
vantaði enn, orð úr mæltu máli. Ekki varð undan því komist, að hans
mati, að hafa með staðbundið orðafar og fékk hann til þess hjálp góðra
manna, einkum þó Bjöms M. Ólsens eins og fram kemur í formála
(Sigfús Blöndal 1920—24:viii).
En Þórbergur Þórðarson lagði honum einnig lið við söfnunina.
Hann var aðeins 27 ára þegar hann hóf söfnun orða úr mæltu máli
vestur í Dýrafirði árið 1916 „eingöngu af áhuga á íslenzkri tungu og
fróðleikslöngun" eins og hann komst að orði í Bréfi til Láru
(1950:132, hér eftir kallað Bréfið), og þeirri söfnun hélt hann mark-
visst áfram í nokkur ár. í Bréfinu lýsir hann hugmyndum sínum og
fyrstu tilraunum til söfnunar. Hann heyrði í Dýrafirði mörg orð og
orðatiltæki sem honum vom framandleg og gat sér þess til að enginn
hefði skráð þau niður. Hann hóf því sjálfur að leita uppi heimildar-
menn og spjalla við þá sem frætt gátu hann um merkingu og notkun.
Að ári, eða 1917, átti hann talsvert orðasafn en þá vann hann um hríð
við íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals og sagðist hafa lært
margt af þeirri vinnu. Sigfús hafði ekki löngu áður fengið í hendur
talsvert safn orða úr mæltu máli sem Bjöm M. Ólsen íslenskufræðing-
ur og háskólarektor hafði safnað í 40 vasabækur rétt fyrir aldamótin
1900 (Guðrún Kvaran 2001). Þórbergur minntist ekki á þetta safn í
Bréfinu, sem skrifað var 1923, og hvergi kemur fram í þeim gögnum
sem mér eru tiltæk að hann hafl nýtt sér það við sína eigin söfnun.
Hins vegar lét hann Sig.úsi í té þann hluta safns síns sem hann hafði
lokið við að hreinrita. Hann taldi að í safninu hefðu þá verið nærri
20.000 orð en hann hafði aðeins hreinritað þriðjunginn (Þórbergur
Þórðarson 1950:137). Engin rækileg athugun hefur verið gerð á því
hvort eða hvemig Sigfús nýtti sér safn Þórbergs. Hluti þess er glatað-
ur en um 7500-8000 seðlar em varðveittir á Orðabók Háskólans. Það
verður annað verkefni að bera þá seðla að orðabók Blöndals.
Sigfús getur um vasabækur Bjöms M. Ólsens í formálanum að
orðabókinni (1920-1924:viii). Þar kemur fram að Bjöm ferðaðist um
landið fyrir styrk úr Carlsbergsjóðnum danska í því skyni að safna til
vísindalegrar orðabókar en veikindi, önnur vísindastörf og embættis-
skyldur komu í veg fyrir að hann gæti lokið ætlunarverki sínu. Hann