Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 155
153
Sigfús Blöndal og vasabœkur Bjöms M. Ólsens
stuttan kjól. Það er því ekki bundið Skaftafellssýslum en virðist mega
telja bundið Suður- og Suðausturlandi.
forhala e-u ‘missa af þvf. „Jeg held jeg forhali rekjunni í dag, fyrst
jeg fór austur að Bakka.“ í B1 er orðið merkt með spumingarmerki en
þá er átt við að það sé óæskilegt í málinu enda úr dönsku forhale
‘draga á langinn, tefja’. Um þá merkingu á Orðabókin dæmi allt frá
17. öld í Rm en engin um að ‘missa af e-u’. í Tm era aðeins dæmi um
miðmyndarsögnina forhalast. Af Snæfellsnesi er dæmi um merking-
una ‘forfallast, vera úr leik vegna óviðráðanlegra atvika’. Á seðli
merktum Hrauni á Skaga stendur: „Ég þori ekki annað en sækja hana
(þ.e. kindina) strax, því ég veit ekki nema hún forhalist annars“, og úr
Rangárvallasýslu er haft eftir konu: „Þetta forhalast einhvem veginn.“
Þá átti hún við að það færi einhvem veginn. Engin dæmi em því um
forhala e-u í merkingunni ‘missa af e-u’ annað en það sem Sigfús sótti
í vasabókina. Þar sem grennslast hefur verið fyrir um orðið verður að
telja merkinguna í vasabókinni stakdæmi og dreifingu óvissa.
frátök npl. ‘það vom ekki frátök að hirða þar = ekki til þess hugsandi’.
I B1 er orðið sett undir eintölumyndina frátak, það er ekki merkt stað-
bundið og gefið er dæmið þegar hrein frátök voru ‘naar det var ganske
umuligt (at ro)’. Dæmið er úr bók Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi
um Þuríði formann (1893-97:270). í Rm em allmöig dæmi til umfrátök
í merkingunni ‘hlé, tafir’ en engin í þeirri merkingu sem fram kemur í
vasabókinni. í Tm em til þijú dæmi úr Ámes- og Rangárvallasýslum, öll
í sömu merkingu. Á einum seðlinum stendur: „ég held það séu alveg frá-
tök fyrir hann að hætta búskap í haust, aumingja manninn, þ.e. óhjá-
kvæmilegt“. Engin dæmi hafa fundist úr Skaftafellssýslum og því ekkert
sem styður heimild Bjöms og merkingu Bl.
horntittur ‘homsíli’. í B1 er orðið merkt „Skaft.“ í Rm em aðeins þrjú
dæmi og hið elsta þeirra eignað Jónasi Hallgrímssyni, en hann hafði
dæmi sitt af Austfjörðum (1933:134), og annað af hinum tveimur má
einnig rekja þangað. Ekkert dæmi var til í Tm og er því vegna dæma-
fæðar ekki hægt að staðfesta merkingu Bl.