Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Side 163
161
Sigfús Blöndal og vasabækur Björns M. Ólsens
fyrir bók sína íslenzkir þjóðhœttir sem fyrst var gefin út 1934. Færri
muna ef til vill eftir bók hans Ný dönsk orðabók með íslenzkum þýð-
ingum, sem hann gaf út 1896, en einnig sendi hann frá sér íslenska
málfræði 1909, sem kom út í fleiri útgáfum, auk margra annarra rita.
Jónas skráði hjá sér ýmis orð, sem honum voru ókunn, en einnig
ýmsar athugasemdir um framburð og beygingar eins og viðtengingar-
hættina þykti, sjœði, dœði, slæði fyrir þætti, sœi, dœi, slœgi og fram-
burðarmyndina fleirri fyrir fleiri. Orðin, sem hér fara á eftir, eru af
lista Jónasar í vasabókinni.
apall ‘hnöllungsgrjót’. B1 merkir orðið „Sl.“ Tvö dæmi em í Tm úr
Borgarfirði og Ámessýslu. Dæmi í Rm benda ekki til að orðið sé bund-
ið Suðurlandi en þau em úr öllum landsfjórðungum. Apall virðist lítið
notað eitt sér en er algengast í samsettu orðunum apalhraun ‘þykkt
basalthraun með úfnu yfirborði’ og apalgrýti ‘lausagrjót, hnullungar’.
glæfa ‘þegar rofar fyrir sólu eftir rigningu’. B1 merkir orðið „Rang.“
Flest dæmin í Rm benda til Suðurlands . í Tm eru til allnokkur dæmi
og em þau alls staðar að af landinu. Orðið getur því ekki talist stað-
bundið.
hnat ‘sneplótt ull’. B1 merkir orðið „Borg.“ og kemur það heim við
dæmi í Tm. Eitt dæmi er til í Rm sem gæti bent til Austurlands en fleiri
heimilda er þörf. ÁBIM telur uppmnann óvissan og merkir orðið
„nísl.“, þ.e. nútímaíslenska. Hann hefði þó fremur átt að merkja það
19. öld.
ílta ‘dolor corporis, vesöld, þ.e. mér er illt’. B1 merkir orðið „Sl.“
Engin dæmi fundust í söfnum Orðabókarinnar. ÁBIM segir orðið
„nísl.“, þ.e. úr nútímaíslensku, en ekki er alltaf gott að ráða við hvað
hann miðar. í vasabókinni er alla vega 19. aldar dæmi. Ekkert er hægt
að segja með vissu um útbreiðslu.
klofi ‘tunga milli lækja eða áa’. B1 merkir orðið „Rang.“ Dæmi í Rm
benda ekki til þess að orðið sé staðbundið í þessari merkingu heldur
notað víða um land. Engin dæmi vom til í Tm um þessa merkingu.