Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Síða 175
Ritfregnir
Afmæli fræðimanna
Baldur Jónsson. 2002. Málsgreinar. Afmælisrit Baldurs Jónssonar með úrvali
greina eftir hann. Rit íslenskrar málnefndar 13. íslensk málstöð, Reykjavík. 449
bls.
Eivindarmál. Heiðursrit til Eivind Weyhe á seksti ára degi hansara 25. apríl
2002. Ritstj. Anfinnur Johansen, Zakaris Svabo Hansen, Jógvan í Lon Jacobsen
og Malan Mamersdóttir. Fproya Fróðskaparfelag, Þórshöfn. 386 bls.
Christian Matras. 2000. Greinaval - Málfr0öigreinir. Ritstjórar Martin Næs og
Jóhan Hendrik W. Poulsen. Fproya Fróðskaparfelag, Þórshöfn. 353 bls.
Bók Baldurs var gefin út í tilefni af sjötugsafmæli hans hinn 20. janúar árið 2000.
Hún skiptist í tvo hluta og nefnist sá fyrri „Kannanir og ábendingar" en hinn síðari
„Málpólitík“. í fyrri hlutanum eru m.a. ýmsar fræðilegar greinar eftir Baldur, svo sem
um orðaforða, orðmyndun, orðskýringar, framburð og textafræði, en einnig ýmsar
ábendingar um einstök orð og orðalag. í seinni hlutanum em greinar um málstefnu
eða málpólitík, en Baldur var lengi formaður íslenskrar málnefndar og forstöðumað-
ur Islenskrar málstöðvar, eins og kunnugt er. Flestar greinamar hafa birst áður á inn-
lendum eða erlendum vettvangi, en nokkrar þeirra hafa ekki birst áður á íslensku.
Segja má að Baldur hafi starfað mest á tvenns konar vettvangi, annars vegar sem há-
skólakennari og fræðimaður og hins vegar á málræktarsviði. Greinasafnið gefur góða
hugmynd um störf hans á báðum þessum sviðum og kaflaskipting þess endurspeglar
hið tvíþætta starf. Þar má þó líka sjá að Baldri hefur alltaf verið umhugað um að tvinna
þessa þætti saman eftir föngum.
Eivind Weyhe, kennari við Fróðskaparsetur Fproya, varð sextugur hinn 25. apríl
2002. Af því tilefni efndu samstarfsmenn hans á Færeyjamálsdeildinni til afmælisrits
og varð vel ágengt með söfnun efnis. f ritinu em 39 greinar eftir ýmsa fræðimenn og
efnisflokkamir spanna hið víða áhugasvið Eivinds. Þama em t.d. greinar um ömefni,
mannanöfn, orðfræði, orðabókarfræði, textafræði, sögur og kvæði, setningafræði,
beygingafræði, mállýskur, sögulega málfræði o.s.frv. Auk færeyskra höfunda em
þama fulltrúar frá Danmörku, íslandi, Noregi, Svíþjóð og Englandi. íslensku höfund-
amir em þrír. Stefán Karlsson skrifar um handritið Lundarbók, en það er fjórtándu
aldar handrit sem geymir m.a. færeyska Sauðabréfið, sem yfirleitt er talið elsta skjal