Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 176
174
Ritfregnir
á færeysku (dagsett 1298 en í Lundarbók er afrit). Guðrún Kvaran skrifar um (íslensk)
mannanöfn sem eru dregin af heitum dýra, fiska og fugla (Bjöni, Bjamdís, Hœngur,
Ama, Hrafnkell ...). Loks skrifar Svavar Sigmundsson um nafngiftir útlendra sjó-
manna á íslenskum stöðum. Þótt færeyskir sjómenn virðist yfirleitt hafa notað íslensk
nöfn á íslenskum stöðum er þó bent á að þeir kalli eyjuna Skrúð yfirleitt Skrúvuna,
Eldey nefni þeir Mjdlsekkin og Bjargtanga kalli þeir Fuglatanga.
Christian Matras var lengst af háskólakennari í Kaupmannahöfn en þegar Færeying-
ar komu sér upp háskóla 1965, Fróðskaparsetrinu, varð hann fyrsti forstöðumaður
Færeyskudeildarinnar (sem kallast þar F0royamálsdeild) og gegndi því starfi uns
hann fór á eftirlaun árið 1971. Hann vann m.a. að orðabókarstörfum og lagði þannig
mikilvægan grunn að færeysku orðabókinni sem kom út 1998 (sjá ritdóm eftir Guð-
varð Má Gunnlaugsson í íslensku máli 24), en hann sinnti líka öðrum sviðum fær-
eyskra fræða, auk þess sem hann var skáld. Christian Matras dó 1988 en 7. desember
árið 2000 hefði hann orðið 100 ára og í tilefni þess var þetta safn greina hans um mál-
fræðileg efni gefið út. í því eru alls 34 greinar, flestar á færeysku en sumar á dönsku
eða ensku. Margar þeirra eru um orðfræðileg efni af ýmsu tagi, t.d. um keltnesk töku-
orð í færeysku, en einnig eru greinar um nafnfræði, sögulega hljóðkerfisfræði, fær-
eyska málstefnu, færeyska stafsetningu og fleira. Meðal efnis sem varðar íslensku má
nefna grein um íslenska orðið naumur og einhverjir íslenskir málfræðingar hafa áreið-
anlega gaman af grein um orðfæri í færeysku skákmáli með nokkrum samanburði við
íslenskt skákmál.
Ritstjóri
Bókvitið á diskana!
Alfrœði íslenskrar tungu. Islenskt margmiðlunarefni fyrir heimili og skóla. Rit-
stjórar Þórunn Blöndal og Heimir Pálsson. Námsgagnastofnun, Reykjavík, 2001.
Púki 2003 - Ritvilluvöm með beygingarforriti og samheitaorðasafni. Friðrik
Skúlason, Reykjavík, 2003.
Alfrœði íslenskrar tungu er líklega fyrsta alvarlega tilraunin til þess að búa til marg-
miðlunarefni um íslenskt mál — og mjög metnaðarfullt og gagnlegt verk. Diskurinn
kom út árið 2001 og var að nokkru leyti á undan sinni samtíð, ef svo má segja, því að
um þær mundir áttu margir varla nægilega öflugar tölvur til að nýta efnið til fulls a
þeim hraða sem óþolinmóðir geta sætt sig við. En nú hefur það vafalítið breyst.
A disknum er gríðarmikið efni og því er skipt í þrjá hluta sem kallast Kynning,
Alfræðin og Málslóðir. í Kynningu er m.a. kynning á höfundum efnisins, en þeir eru
alls 29. Alfræðin er aðalhlutinn og þar eru m.a. 37 greinar um íslenskt mál, allar samd-
ar sérstaklega fyrir diskinn. Það efni samsvarar um 1000 bókarsíðum, en þar er þo
ýmiss konar mynd- og hljóðefni (margmiðlunarefni) sem auðvitað kæmist ekki til