Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Síða 180
178 Ritfregnir
Hjördís flutti á ráðstefnu íslenskrar málstöðvar í september 2001 um málfar í opinber-
um skjölum. Þá eru í heftinu greinamar „Leiðbeinandi reglur um umritun úr taí-
lensku" eftir Berg Tómasson og „Um íslenskar nafngiftir plantna" eftir Helga Hall-
grímsson. Auk þessa er ýmis fróðleikur um Islenska málnefnd og Islenska málstöð og
starfsemi á þeirra vegum.
Són er nýtt tímarit og helgað óðfræði, en „svo nefnast fræðin um ljóðlist í víðasta
skilningi" eins og Kristján Eiríksson, annar ritstjóranna, segir í ávarpi til lesenda. I
heftinu kennir, eins og vænta má, ýmissa grasa og hér verða þau einkum nefnd sem
hafa málfræðilegan keim. Þar má nefna lýsingu Kristjáns Eiríkssonar á þeirri fram-
setningu á bragfræði (einkum bragliðum og rími) sem hann hefur einnig kynnt (ásamt
Jóni Braga Björgvinssyni) í greinum Lesbók Morgunblaðsins og í óðfræðiforritinu
Braga (Ferskeytlan ehf, Mosfellsbæ, 2001). Þama er líka greinin „Um braghrynjandi
að fomu og nýju“ eftir Kristján Ámason (málfræðing). Þar er m.a. vikið að aldri
kvæðisins Hrafnagaldur Óðins, sem hefur nýlega gengið í nokkra endumýjun lífdaga
vegna áhuga íslenskra tónlistarmanna á því, og vakin athygli á málsögulegum ein-
kennum sem benda til þess að kvæðið geti ekki verið gamalt. Þá em líka bókmennta-
legri greinar um ljóðagerð (eftir Þórð Helgason, Ragnar Inga Aðalsteinsson og Einar
Sigmarsson) og þær em auðvitað ekki síður áhugaverðar þótt efni þeirra sé ekki mál-
fræðilegs eðlis og verði því ekki tíundað hér. Auk þess era nokkur ljóð í heftinu (eft-
ir Gísla Halldórsson í Króki og Sigurbjörgu Þrastardóttur) eins og vera ber í tímariti
um Ijóðlist.
Nordisk sprogteknologi er myndarleg árbók sem gerir grein fyrir nokkmm viðfangs-
efnum innan norrænnar rannsóknaáætlunar í tungutækni. I árbókinni kemur fram að
þessi starfsemi á sviði tungutækni er að teygja sig til allra Norðurlandanna og er býsna
fjölbreytt þótt hún sé auðvitað mislangt á veg komin. Af skýrslum frá Færeyjum og
Grænlandi má t.d. ráða að þar séu menn að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði en Finn-
ar, Svíar, Norðmenn og Danir standa á gömlum merg í þessu tilliti. Rögnvaldur Ólafs-
son, Háskóla íslands, hefur verið fulltrúi í stjóm áætlunarinnar á vegum NorFa (Nor-
disk Forskemddannelsesakademi), en annars var merkasta framlag fslands til sam-
starfsins á liðnu ári vafalítið umsjón Norrænu máltölvunarráðstefnunnar, NoDaLiDa,
sem var haldin við Háskóla íslands í maí sl. og Eiríkur Rögnvaldsson stýrði.
Ritstjóri