Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 182
180
Ritfregnir
geografiske omráder"). Efninu í þá rannsókn var safnað á árunum milli 1980 og 1990
og þetta yfirlit er það heildstæðasta sem enn hefur birst, að fhátalinni greininni á marg-
miðlunardiskinum Alfræði íslenskrar tungu (sjá ritfregn hér framar). I greininni er
annars vegar lögð áhersla á að lýsa landfræðilegri útbreiðslu þessara mállýskuatriða
og hins vegar ólíkri þróun hinna staðbundnu mállýskna: Sumar þeirra hafa nefnilega
haldið sínu en aðrar eru á hröðu undanhaldi. Samsvarandi greinar eru í ritinu um
sænskar, finnsk-sænskar og danskar mállýskur. Auk þess var einn af almennu fýrir-
lestrunum (fyrirlestur Pauls Kerswill) byggður á gögnum um enskar mállýskur í Bret-
landi og um leið yfirlit yfir kenningar um málbreytingar og útbreiðslu þeirra. Annars
er efhi ráðstefnuritsins mjög fjölbreytt og í því eru m.a. greinar um ýmsa þætti mál-
lýskurannsókna sem tiltölulega lítið hefur verið sinnt hér á landi, svo sem kannanir á
afstöðu fólks til mismunandi mállýskna og þá um leið að hvaða marki slík afstaða hef-
ur áhrif á álit fólks á þeim sem tala tilteknar mállýskur.
Málbryting er safn greina sem eiga rót sína að rekja til rannsóknaverkefnisins ‘Tal-
málsbreytingar í Noregi’ (n. Talemálsendring i Noreg). I formála kemur fram að safn-
ið er í raun byggt á fyrirlestrum sem haldnir voru á ráðstefnu um unglingamál á veg-
um rannsóknaverkefnisins (í september 2000). Þótt þama sé ekkert fjallað um íslenskt
efni beinlínis eru ýmsar af greinunum forvitnilegar fyrir þá sem hafa áhuga á mál-
lýskufræðum og félagsmálfræði því sumir þeirra fjalla að verulegu leyti um almenna
fræðilega undirstöðu á þessu sviði málfræðinnar. Þetta á t.d. við um grein boðsfyrir-
lesarans Jenny Cheshire („Global English, local English and youth identities in Eng-
land and Europe“), en hún fjallaði annars vegar um þá ensku sem ungt fólk talar á
Englandi og hins vegar þá ensku sem tvítyngdir (eða fjöltyngdir) á meginlandi Evr-
ópu tala og á hvem hátt þessi málafbrigði eru hluti af sjálfsmynd þeirra sem tala þau.
í mörgum tilvikum víkur unglingamál á Englandi til dæmis ffá hefðbundinni eða við-
urkenndri málnotkun og það er forvitnilegt að skoða hvemit slík tilbrigði breiðast út.
Um leið skoðar hún hvort það séu einhver sérstök líkindi milli unglingamáls á
Englandi og unglingamáls hjá þeim sem tala ensku á meginlandi Evrópu. Önnur grein
sem er einkum af almennum fræðilegum toga er grein eftir Magnhildi Selás
„Beskrive, forklare eller forstá i sosiolingvistikken". Þar leggur hún m.a. áherslu á að
greina á milli þess á hvem hátt — og af hverju — málbreyting kemur upp og síðan
hvort eða hvemig hún breiðist út — og um leið verður mikilvægt að átta sig á mun-
inum á því að líta á málið sjálft (málkerfið eða málkunnáttuna, eftir því hvort menn
em formgerðarstefnumenn eða málkunnáttufræðingar) og því að skoða málsamfélag-
ið og einkenni þess. Áhugamenn um íslenska málsögu geta séð dæmi um þessi tvö
sjónarhom með því að bera saman skrif Hreins Benediktssonar um þróun íslenska sér-
hljóðakerfisins (sjá t.d. greinasafn hans sem Málvísindastofnun gaf út 2002) og skrif
Helga Guðmundssonar um „ytri aðstæður íslenskrar málþróunar" (sjá grein hans í af-
mælisriti Jakobs Benediktssonar 1977).
Ritstjóri