Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2003, Page 184
182
Ritfregnir
ingakerfið sem einfaldast, þ.e. gera ráð fyrir sem fæstum grunnhugtökum. Meginhug-
myndin er sú að það sé alltaf ákveðin togstreita milli skýringar og lýsingar: Því flókn-
ari sem lýsingin verður, því minni skýring er fólgin í henni og öfugt. Að baki liggur
svo sú meginhugmynd að nauðsynlegt sé að skýra hvemig á því getur staðið að böm
geta tileinkað sér hið flókna kerfi sem mannlegt mál virðist vera. Því einfaldara sem
málið er, því skiljanlegra verður að bömin geti í raun tileinkað sér það. í þessari bók
er ein grein sem fjallar að mestu leyti um íslenskt (og færeyskt) efni, greinin „Syntac-
tic Variation, Historical Development and Minimalism" eftir Höskuld Þráinsson. Þar
er einkum fjallað um orðaröð í aukasetningum í íslensku, færeysku og norrænu megin-
landsmálunum og því haldið fram að naumhyggjan hafi leitt til betri skilnings á fyrir-
bærinu með þeim takmörkunum sem hún setur fyrir lýsingu á mállegum fyrirbæmm.
Ritstjóri
Ein erlend kennslubók
Norsk generativ syntaks. Aðalhöfundar Tor A. Áfarli og Kristin M. Eide. Aðrir
höfundar Lars G. Johnsen, Randi A. Nilsen og Torbjórn Nordgárd. Novus, Osló.
371 bls.
Helsta ástæðan fyrir því að þessarar bókar er getið hér er sú að íslenska gegnir býsna
veigamiklu hlutverki í bókinni. Það kann í fyrstu að virðast einkennilegt af því að
þetta er bók um norska setningafræði á málkunnáttufræðilegum (eða generatífum)
granni. Ástæðan er hins vegar sú að sumt af því sem fjallað er um í bókinni verður
best skýrt með íslenskum dæmum og samanburði íslensku og norsku. Hér er það
reyndar enn samspilið milli beyginga og setningagerðar sem er efst á baugi, þ.e. fyr-
irbæri af því tagi sem vikið var að í ritfregnunum um greinasöfnin hér á undan, og
samanburðurinn er einkum samtímalegur en ekki sögulegur. Þetta er með öðra til
marks um það að erlendir fræðimenn hafa ekki bara áhuga á fomíslensku og saman-
burði hennar við eldri málstig heldur líka á íslensku nútímamáli og því sem er líkt og
ólíkt með því og frændtungunum til dæmis.
Ritstjóri