Reykvíkingur - 09.11.1928, Page 7
REYK VIKINGUR
703
ljós, við nánari rannsókn, að
þarna var hellurista, og var það
af drekaskipi. En þarna nálægt
fanst fórnarhella. Er talið að
þetta sé frá eiröld Noröurlanda.
Búist er við að íleira finnist
þarna af líku tagi, þegar búið
er að nema burt moldarlagið, er
hylur mestan hluta þessarar
klappar.
Umsetið hús.
Kona ein í Lundúnum, er frú
Rulidge heitir, og er mjög rík,
•var um daginn dæmd til þess
að borga reikning, að upphæð
liðlega tvö þúsund krónur. En
henni þótti það óréttlátt, og
borgaði ekki að heldur. Þegar
komið var til þess að taka eign-
arnám hjá henni, þá voru allar
hurðir ríglokaðar, svo ómögulegt
var að komast inn í húsið til
hennar. Hefur frúin látið lög-
regluna vita, að hún hafi vistir
til tíu mánaða, og að hún ætli
engu'm að hleypa inn í lnisið þá
mánuði. Dómsúrskurður hefur
verið kveðinn upp um, að taka
eigi frá henni ljós-, vatns- og
gasleiðslu, og þannig neyða hana
til þess að opna húsið, en um
það sitja tveir lögreglumenn nótt
°g dag.
•------------
Nýkomin
ORGEL,
PIANÖ.
Beztu borgunarskilmálar.
Brúkuð hljóðfæri
keypt og tekin
í skiftum.
Hljóöfærahúsið.
Jón (nokkuð drjúgur): Ég sef
altaf með seðlaveskið initt undir
höfðalaginu.
Bjarni (drýgri): Já, ég gerði
það nú líka einusinni, en ég þoli
ekki að hafa svo hátt undir
höfðinu, svo ég er hættur því.