Reykvíkingur - 09.11.1928, Page 8

Reykvíkingur - 09.11.1928, Page 8
704 REYKVIKINGUR GólfmoUur og Gangadreglar Nýkomid stórt úrval. Verðið lækkað. Veiðarfæraversl. GEYSIR. Eiðar. í lögregluréttinum i London koma oft fyrir einkennilegir at- burðir. — Kínverji, sem átti að sverja þar, gekk að ljósinu og slökti {)að; sagðist hann ekki vinna eið nema í myrkri. Annar kínverskur siður er að peir, sem vinna eið að einhverju, verða að brjóta leírker eða skál. I’essi síðarnefndi siður olli einusinni dálitlum vandræðum. Kínvei’ji einn átti að vinna eið, en þá farist ekkert leirker rié skál handa honum að brjóta. Eitt réttarvitnið fór til konu dyravarðar réttarhússins og bað hana að lána sér leirker. Konan, sem hefur eflaust verið rnesta gæðakona, lánaði honum dýra skál, sem hún hélt mikið upp á. Nú vann Kínverjinn eiðinn, og kerið var brotið. — En aumingja konan, sem hafði lánað skálina, varð alt annað en glöð, þegar hún heyrði um afdrif þess. Pegar Gyðingar vinna eið, þurfa þeir helzt að hafa eitt- livað á höfðinu, en ef þeir hafa ekki húfu, þá leggja þeir hönd- ina á höfuðið, eins og þeir séu með höfuðverk. — Pegar Múhameðstrúarmenn vinna eið, leggja þeir hægri hönd- ina flata á kóraninn (hina helgu bók þeirra), en hina leggja þeir á ennið; síðan beygja þeir höf- uðið, svo að báðar hendur og ennið hvíla á kóraninum. Má segja með eiðinn sem ann- að: Sinn er siður í landi hverju. ----•>—---------

x

Reykvíkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.