Reykvíkingur - 09.11.1928, Page 23

Reykvíkingur - 09.11.1928, Page 23
REYKVIKINGUR 719 Einn á eyðiskeri. Uin daginn lagði fertugur sjó- inaður, að nafni Sigurd Engström, af stað frá Saltsjöbaden við Stokkhólm; hann var á litlum vélbát og ætlaði að skjóta sjó- fugl. En pegar hann var kominn út fyrir yztu eyjar skerjagarðs- ins, bilaði vélin, og rak bátinn fyrir straumi og vindi. Loks bar hann að landi við eyðisker eitt, við Álandseyjar, og braut þar, en maðurinn komst í land. Dvaldi hann par í átta daga, en pá 'anst hann þar. Var hann f)á meðvitundarlaus og kalinn á öðiv um fæti, og illa á sig kominn að mörgu leyti, enda hafði hann varið matarlaus allan tímann. Hann var fluttur til Stokkhólms. ------------- -— Fyrir tveim árum lögðu "nun Danir af stað í leiðangur til nyrsta hluta Ameríku, til Þess að rannsaka skilyrðin fyrir hreindýrarækt norður par. Pað var Kanadastjórn, sem kostaði 'eiðangurinn. Á ferðalagi pessu fórust þrír Danirnir, en foring- inn Erling Porsild og bróðir hans komust aftur til bygða. —- Minni háttar járnbrautar- Þ*ys varð nálægt París. Slösuð- ust 13 manns. Frá Vestfjörðum til Vestribygðar eftir Ólaf Friðriksson Með mörgum myndum, kostar aðeins 4 kr. 50. Fæst hjá bók- sölum og á afgreiðslu »Reyk- víkings«, Tjarnargötu við Her- kastalann. — Óeirðir hafa orðið í Tel- Aviv í Palistínu, milli Gyðinga, sem vilja halda við hebrezkuna, og þeirra, sem vilja að töluð verði alment jiddisch í Landinu Helga. En þetta síðarnefnda mál er einskonar þýska, er Gyðingar tala víða hér í álfu. — í 'Svíþjóð ók bifreið út í fljót. Bifreiðarstjórinn sýndimikið snar- ræði eftir að bifreiðin var komin í lljótið, og reyndi að bjarga farþega, sem var í henni, en það var 03 ára gamall maður og mjög stirður, og tókst ekki. Að lokum slapp bifreiðarstjóri sjálf- ur með naumindum, og skar sig áður illa á annari hendi og hand- legg á glerjum. Bifreiðarstjóri þessi heitir H. Náslund. — Sextugur inaður í Mattmar í Svíþjóð var að ditta eitthvað að liúsvegg, en kom þá við raf- leiðslu og beið þegar bana af.

x

Reykvíkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.