Vera - 01.04.1991, Síða 2

Vera - 01.04.1991, Síða 2
KVENRETT NDAKONAN MARGRJETJ (1866- BENEDICTSON 1956) „Eins og það, að konan væri ekki persóna. Heldur hvað? Heldur hlutur, ekki persóna, heldur fugl, ekki persóna, heldur ósjálfstæð vera, ekki per sóna, heldur áhald? í kosningalögunum víðast hvar var þess þá getið, að þeir sem kosningaijett hejðu væru karl- menn, þó hvorki væru læsir nje skrifandt En vitfirringum, reynslu- lausri æsku og glæpamönnum - og hlustið núá- konum (!) var ekki veittur sá ijettur. - Konur, sem karlmennirnir kalla ástirnar sínar voru settar á bekkinn með vitjirringum og glæpamönnum! “ Þetta eru orð Margrétar Jónsdóttur Benedict- sonar sem vann ötult starf í baráttunni fyrir kosningarétti kvenna i Kanada. Margrét var Húnvetningur og varð að sjá sjálfri sér farborða aðeins 13 ára að aldri. Hún var rétt um tvítugt þegar hún fór til Vesturheims. Förinni var fyrst heitið til Norður-Dakota þar sem hún átti ættingja og þar stundaði hún nám við alþýðuskóla með vinnu sinni. Seinna flutti hún til Winnipeg og gekk þar í kvöldskóla og lærði hraðritun og vélritun. Árið 1892 giftist Margrét landa sínum Sigfúsi B. Benediktssyni skáldi og búfræðingi. Þau hjón settu nokkrum árum síðar upp prent- smiðju í Selkirk og stofnuðu kvenréttindablaðið Freyju árið 1898. Freyja kom út mánaðarlega til 1910 þegar Margrét varð að láta af störfum vegna sjóndepru. Þá flutti Margrét til vesturstrandar- innar og bjó þar hjá dóttur sinni síðustu æviárin. Freyja var ekki einungis fyrsta vestur-íslenska kvennablaðið heldur fyrsta kvenréttindablaðið sem gefið var út í Kanada. Margrét var ritstjóri Freyju jafnframt því að hugsa um gestkvæmt heimili og tvö börn þeirra hjóna. Margrét tók stundum íslenska kostgang- ara, oft einhleypar konur. Þau hjón voru mjög gestrisin og iðulega var stanslaus straumur gesta frá morgni til kvölds. Margrét var afar skemmtileg í samræðum, víðlesin og fróð um margt. Hún nýtti tímann vel samanber orð einnar samtíðarkonu hennar: „Hún gat gert tvennt í einu, og stóðu margir undrandi að horfa á hana gera það; hún setti stílinn og meðan hún var að þvi, þá gat hún samt talað um alla heima og geima við gesti sína.“ Margrét hafði sjaldnast tækifæri til að skrifa á daginn heldur nýtti tímann meðan aðrir sváfu. Árið 1908 stofnaði Margrét fyrsta kvenréttindafélgið í Manitoba: „Til- raun“ sem varð ein deild af Canadian Suffrage Association. Margrét aflaði fjölskyldufyrirtæk- inu m.a. fjár með þvi að fara í fýrir- lestraferðir vítt og breitt um íslend- ingabyggðir í Kanada og Norður- Ameríku og var iðin við að sækja íslensku kvenfélögin heim. Félagið „Tilraun“ gekkst m.a. fyrir þvi að safna nöfnum á bænaskrá sem lögð var fýrir þingið skömmu áður en kosningaréttur kvenna var sam- þykktur. Á ferðum sínum safnaði Margrét undirskriftum og áskorunum um kosningarétt kvenna og innheimti áskrift fýrir Freyju. Fjöldinn allur af íslenskum konum skrifuðu nöfn sín undir bænaskrána. Án efa átti „Freyja“, Margrét og fylgismenn hennar, stóran þátt í þvi að Manitoba - heimafýlki Margrétar - var fýrsta fylkið í Kanada sem veitti konum kosningarétt og kjörgengi árið 1916. Árið eftir samþykkti Sambandsþing Kanada pólitísk réttindi kvenna. Margrét var sköruleg og framúrskarandi mælsk. Hún var rithöfundur bæði í bundnu og óbundnu máli. Margrét var virk í félagsskap íslendinga og á árunum 1926-30 safnaði hún og skráði þætti í safn til Landnámssögu íslendinga í Vesturheimi. Margréti var boðið að sækja þing kvenréttinda- kvenna viðs vegar um Ameríku en hún hafði ekki efni á því og varð þvi að sitja heima. Hún vakti m.a. athygli á sér og málstað sínum með bréfum sem voru birt í ýmsum blöðum og tímaritum í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um greinaskrif gat Margrét ekki sinnt skriftum sem skildi aðstæðna sinna vegna. Árið 1930 styrktu Vestur-íslenskar konur hana til íslandsferðar og á áttatíu ára afmæli hennar hélt Kvenfélagið Frí- kirkjan og Lestrarfélagið Jón Trausti henni fjöl- mennt samsæti. Margrét var kvenskörungur og barðist alla ævi við skilningsleysi manna og eigin fátækt. Hún var einn helsti leiðtogi kvenréttindahreyfingarinnar í Manitoba meðan hún bjó þar og naut virðingar og viðurkenningar langt út fýrir Kanada. 2/1991 — 10. árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavík Útgefendur: Samtök um Kvennalista og Kvennaframboö í Reykjavík. Sími 22188 Forsíða: Forsíðan er að þessu sinni eftir Erlu Friðriksdóttur, nemanda á 3. ári í grafískri hönnun í Myndlista- og Flandíðaskóla íslands. Myndin er unnin á námsskeiði í tölvugrafík undir handleiðslu Tryggva Flansen, myndlistarmanns. Ritnefnd: Anna Ólafsdóttir Björnsson Guðrún Ólafsdóttir Hildur Jónsdóttir Flrund Ólafsdóttir Inga Dóra Björnsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Karlsdóttir Laura Valentino Starfskonur Veru: Björg Árnadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Vala Valdimarsdóttir Útlit: Harpa Björnsdóttir Ábyrgð: Björg Árnadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Textavinnsla og tölvuumbrot: Edda Harðardóttir Filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun og bókband: Kassagerð Reykjavíkur Plastpökkun: Vinnuhelmilið Bjarkarás Ath. Greinar í Veru eru blrtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. 2

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.