Vera - 01.04.1991, Síða 3
V E R A
A P R I L
ÁFRAM
EÐA AFTURÁBAK?
Fyrir 40-50 árum var hjóna-
bandið vænlegasti kostur ungra
kvenna og undir það voru þær
búnar frá þvi í vöggu. Að sjálf-
sögðu gengu stúlkubörn í skóla
og áttu kost á framhaldsmennt-
un, en þjóðfélagið var byggt á
hefðinni, kona og börn á heimil-
inu, karlmaðurinn á vinnumark-
aðnum. Undir þeim kringum-
stæðum þótti menntun kvenna
harla þýðingarlítil, þar sem hún
nýttist eingöngu til barnauppeldis og heimilisstarfa. Þá var
kvenfólkinu nær að sækja þekkingu sína í húsmæðraskóla, þar
lærðu þær eitthvað að gagni.
Karlmenn voru aldir upp til að verða höfuð og fyrirvinnur
fjölskyldna sinna, þær til að hugsa um heimili og börn. Þeir hurfu
frá mæðrum sínum til eiginkvenna og voru eftir það alfarið á
þeirra ábyrgð. Sannur húsbóndi á sínu heimili var sá sem rétti út
hendina eftir hreinni skyrtu og hreinum sokkum, sönn kona sú
sem rétti honum allt upp í hendurnar og sá fyrir öllum hans
þörfum. Honum komu þarfir sjálfs sín ekki nokkurn skapaðan
hlut við, líkt og Guð almáttugur stóð nokkrum hæðum ofar þessu
heimilisvafstri.
Innan íjögurra veggja streðuðu konurnar frá morgni til
kvölds. Þær þrifu, elduðu, bökuðu, saumuðu, spöruðu, ólu börn
og unglinga og önnuðust gamalmenni. Samt var alveg makalaust
hvað þessi vinna var til fárra fiska metin, öfugt við vinnu
karlmanna var þetta kallað dútl sem ekkert gaf af sér. Og í
skattaskýrslum voru þær taldar á framfæri eiginmanna sinna.
Þeirra vinna var ekki talin skila arði. Jafnvel þær giftu konur sem
fóru út á vinnumarkaðinn til að drýgja heimilispeningana, gættu
þess vandlega að láta enga rýrð falla á höfuð íjölskyldunnar og
fyrirvinnu, með því að segjast ekki gera þetta peninganna vegna,
það væri vel fyrir þeim séð.
I dag ganga stúlkur i hjónaband sem jafningjar manna sinna,
oft með sambærilega ef ekki betri menntun. Þrátt fyrir það daga
þær oftast uppi með heimilisstörf og barnauppeldi eins og mæður
þeirra og ömmur og fullan vinnudag utan heimilis að auki. Þeir
gnpa í að hjálpa þeim, eins og sagt er, með einstaka starf.
Auðvitað er þetta ekki algilt, það eru til heiðarlegar undan-
tekningar. En hvaða karlmaður sleppir félagsstörfum og áhuga-
niálum til að sinna heimilisverkum? Þeir eru ekki margir.
Eg hélt fyrir allmörgum árum að þetta væri allt að breytast,
sem hefur að vísu gerst, en alltof hægt. Hvað hefur brugðist?
Erum við enn að ala upp yflrmenn og undirsáta? Hvað með
launamismun kynjanna? Nýlegar tölur hafa sýnt að hann er
ótrúlega mikill.
Nei, stúlkur mínar, það er ýmislegt eftir.
Geirþrúður Kristjánsdóttir
Ilvað er svona slæmt við freonið í ísskápnum
mínum? Af hverju má ég ekki setja eins mikið
þvottaefni í vélina og ég er vön? Hvernig er hægt að
ætlast til að ég noti ekki bílinn minn þegar
almenningssamgöngur eru svo lélegar í þessari borg
að það tekur bróðurpart úr degi að komast milli
borgarhluta með strætó? Er Frigg umhverflsvænni
en Sjöfn eða á ég að kaupa útlenskt ef það er
umhverflsvænna en það íslenska? Er allur grár
pappír endurunninn og þar með óhætt að kaupa
hann? Eru til umhverfisvæn dömubindi? Er betra
að sleppa frauðplastbakkanum og láta pakka
síldinni inn í þijá metra af plastfllmu? Er óhætt að
kaupa allt sem er staðsett í heilsuhorninu?
í þessari VERU eru ýmsar vistvænar vangaveltur.
Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að við verðum að
taka upp nýjan lífsstíl sem byggir á þeirri hugsun að
hver og einn geti lagt sitt af mörkum til verndar
umhverfinu með innkaupum sínum, neyslu og
athöfnum. Ljóst er að enn eitt átakið dugir ekki, hér
þarf framtíðarsýn. En hverju erum við reiðubúnar
að fórna á altari umhverfisverndunar?
RV
MEÐ HEIMINN í HÖNDUM OKKAR ' 5
Greinaflokkur um umhverfismál.
MELKORKA 18
Fjallaö um Kvennafímarifið Melkorku
sem kom úf 1944-62.
LÝÐRÆÐISLEG ÞRÓUN 20
Á KOSTNAÐ KVENNA
Hvernig hefur konum og þeirra
baráttumálum reitt af í nýfrjálsum
ríkjum Ausfur-Evrópu?
OPINBER YFIRRÁÐ YFIR LÍKAMA KVENNA 23
ALÞINGISKOSNINGAR 1991 26
ÞETTA ER MITT LÍT 28
Guörún Lára Ásgeirsdóttir
ÞAÐ KOSTAR PENING 34
AÐ FÁ AÐ SKOÐA ÖRIN
Leikdómur um leikrifiö „Bréf frá Sylvíu".
LÆKNISMÁTTUR LISTARINNAR 35
Viðtal viö Kristínu Andrésdóttur
BÓKADÓMUR 39
3