Vera - 01.04.1991, Page 6
MEÐ HEIMINN I HÖNDUM OKKAR
eru gróðurhúsaáhrifln sem fræðingarnir eru
alltaf að tala um þá er ég nú bara ánægð með
þau.“ Hinar tóku í sama streng.
Nú er loksins farið að tala um umhverfls-
vernd og líklega reynum við að afgreiða hana
með enn einu skammtíma átaki. Ýmis orð og
hugtök koma fyrir í sífellu sem ég, venjuleg
kona í vesturbænum, skil ekkert í. Hvað er
svona slæmt við freonið í ísskápnum mínum?
Af hverju má ég ekki setja eins mikið
þvottaefni í vélina og ég er vön? Hvernig
er hægt að ætlast til að ég noti ekki bílinn
minn þegar almenningssamgöngur eru svo
lélegar í þessari borg að það tekur bróðurpart
úr degi að komast milli borgarhluta með
strætó?
Innkaupaferðir mínar verða sífellt lengri
og flóknari. Fyrir tíu árum fór ég í Hagkaup,
kíkti á verðmiðann og gerði hagstæð innkaup.
Þá kom áróðurinn um að kaupa íslenskt og
eftir það leit ég bara á „íslenska“ verðmiða. Ég
varð meðvituð um valdið í innkaupakörfunni
eftir að hafa lesið september VERU og fór að
hygla og refsa verslunum, allt eftir viðhorfi og
framkomu starfsfólksins við mig og vinkonur
mínar. Síðastliðið haust sagði ég skilið við
Hagkaup vegna nýbökuðu mæðranna sem
misstu vinnuna (sjá nóvember VERU) og varð
að læra á rekkana í öðrum stórmarkaði.
Þegar það hafði loksins tekist varð krafan um
að vera umhverflsvænn sífellt háværari og nú
má sjá mig lötra á milli hillna, lesandi á alla
miða og þó ég sé læs skil ég fæst af því sem
þar stendur (ef það þá stendur eitthvað). Hvað
eru öll þessi E, er það eitur??? Er Frigg
umhverfisvænni en Sjöfn eða á ég að kaupa
útlenskt ef það er umhverfisvænna en það
íslenska? Hvi er uppáhaldsgosið mitt í
einnota plastdósum? Er allur grár pappír
endurunninn og þar með óhætt að kaupa
hann? Eru til umhverfisvæn dömubindi? Er
betra að sleppa frauðplastbakkanum og láta
pakka síldinni inn í þrjá metra af plastfilmu?
Er óhætt að kaupa allt sem er staðsett í
heilsuhorninu? Voru Neytendasamtökin ekki
að vara við óheiðarlegum merkingum á
ýmsum vörum? Verð ég að lifa á vatni og
eggjum í bláum endurnýttum eggjabökkum á
meðan línur skýrast? Og hvernig veit ég hvort
i þeim eru egg úr „frjálsum hænum eða
heftum“?
RV
NOKKUR HUGTÖK
SEM KOMA OFT FYRIR í UMRÆÐU UM UMHVERFISMÁL:
Ózon er lofttegund sem er
n.k. afkomandi súrefnis í
andrúmslofti jarðar. í stað
tveggja atóma súrefnisins
hefur ózon þrjú. í 10-50 km
hæð yfir jörðu er þunnt lag
þessara lofttegundar sem
stöðugt er að myndast og
sundrast, s.k. dýnamískt
jafnvægi. Ózonlagið mynd-
ast fyrir tilverknað útfjólu-
blárra geisla sólarinnar og
hindrar síðan að þessir
orkuríku og skaðlegu geislar
sólar nái yflrborði jarðar.
Enginn veit með vissu hver
áhrif þess verða ef ózonlagið
þynnist eða hverfur en vitað
er að útfjólubláir geislar
sólar valda stökkbreytingum
hjá öllum lífverum og eru
þ.a.l. krabbameinsvaldandi
hjá mönnum. Þynning ózon-
lagsins hefur lamandi áhrif á
allt vistkerfið.
Gróðurhúsaóhrif stafa af
þeim eiginleika koltvisýrings
að hleypa í gegnum sig stutt-
bylgjugeislun sólar en ekki
langbylgjugeislun jarðar
þannig að við aukið magn
koltvisýrings í andrúmslofti
safnast varminn saman en
hverfur ekki út í geiminn.
Brennsla kola, olíu og
bensíns eru talin vera farin
að hækka meðalhitastig á
jörðinni. Landbúnaðarsvæði
spillast, jöklar bráðna, yflr-
borð sjávar mun hækka og
strandsvæði fara í kaf. Akst-
ur bíla á stóra hlutdeild í
koltvísýringnum sem hleypt
er út í andrúmsloftið og veld-
ur ásamt öðrum lofttegund-
um gróðurhúsaáhrifum.
Fosfat er mikið notað í
tilbúinn áburð og í þvottaefni
o.fl. Klór er notað í efna-
iðnaði til bleikingar og sótt-
hreinsunar. Fosfat og klór
eru ætandi og því stór-
hættuleg ef þau fara í augu
eða í munn.
Margt leynist! eldhússkápunum.
Ljósmynd: Anna Fjóla Gísladóttir
Fosfat getur valdið skaða
á lífríki sjávar og vatna
(svokölluðum vatnadauða).
Fosfötin verða næring fyrir
þörunga í vatninu og þeir
geta farið að vaxa of mikið og
kæft allt líf.
Pappírsnotkun gengur á
skóga og framleiðsla pappírs
er mengandi. Lengi var allur
pappír gerður skjannahvitur
með klórgasi. Við bleikingu
myndast mjög hættuleg efna-
sambönd sem menga bæði
loft og vatn. Nú er hægt að fá
pappír sem er framleiddur
með öðrum og umhverfis-
vænni aðferðum. Best er að
kaupa óbleiktan og klórfrían
pappír og nota endurunnin
pappír þegar hægt er.
Freon eru lyktarlaus, óeldfim
efni sem eru notuð sem kæli-
efni og þiýstiefni í úðabrús-
um. Það er mikið notað í
efnalaugum við hreinsun, er í
ísskápum o.fl. Það er talið
valda eyðingu ózonlagsins.
Samþykkt hefur verið að
minnka notkun þess í heim-
inum.
6