Vera - 01.04.1991, Qupperneq 8

Vera - 01.04.1991, Qupperneq 8
MEÐ HEIMINN í HÖNDUM OKKAR KVENLÆG VISTFRÆÐI Hið vestrœna hagkerfi stenst ekki og áframhaldandi stefna í sömu átt leiðir miklar hörmungar yfir mannkyn. Hugmyndafræði kven- lægrar vistfræði* varð hvorki til í sölum há- skóla né huga eins manns. Hún er innri rödd kvenna sem hóf upp raust sína þar sem þær stóðu mitt í önn dagsins í Afríku, Evrópu eða Ameríku, Indlandi og íslandi. Þær hafa nokkrar látið þessa rödd heyrast og skrifað bæði greinar og bækur. Lengi hafa náttúrufræðingar verið trúir hinni vísindalegu smættarhyggju og bútað náttúr- una niður í sífellt smærri einingar sem þeir nefna, rannsaka, flokka og raða upp í kerfi. Vistfræðin er hins vegar tiltölulega ung grein innan náttúrufræði. Hún gengur þvert á smættarhyggjuna, tengir saman lífverur, fjallar um áhrif þeirra hverrar á aðra og á um- hverfið, og um áhrif umhverfisins á lífverur, sýnir hvernig öll náttúran með fiæði efnis og orku er ein lifandi heild. (Hafið þið hugsað út í það að allt efni Jarð- arinnar hefur verið á stöðugri hringrás í þær 5000 milljónir ára sem liðnar eru frá því hún myndaðist. Þetta er alltaf sama efnið. Ekkert bætist við nema einstaka loftsteinn. Kolefnisögn sem nú er í upphandleggsvöðva okkar, var sl. sumar í kálhaus úti í garði, árið þar áður í ánamaðki sem hafði fengið hana úr dauðri plöntu sem hann át, en plantan hafði unnið kolefnið úr andrúms- loftinu við ljóstillífun o.s.frv., o.s.frv. og fyrir nokkrum milljón- um ára var þessi sama kolefnis- sameind e.t.v. í einhverri mynd- arlegri risaeðlu.) Lengi vel héldu vistfræðingar manninum utan náttúrunnar trúir hinni aldagömlu kenningu að maðurinn væri yfir náttúruna hafinn. Það var ekki síst bók Rachel Carson, Radciir vorsins þagna, sem kom mönnum að ein- hveiju leyti niður á Jörðina, en sú bók fjallaði um áhrif skordýra- eiturs á náttúruna, þar með talda menn. Svo fór að menn gátu ekki lengur lokað augunum fyrir þeim áhrifum sem maðurinn hefur á náttúruna, jarðvegseyðingu, auð- lindaþurrð og mengun. Umhverfisfræði, mann- eða samfélagsvistfræði fjalla um á hvern hátt megi uppfylla þarfir mannfólksins í sátt við náttúruna sem það er hluti af. Á grunni þeirra fræða hefur verið mynduð stjórnmálahreyfing, sem víðast hvar kennir sig við græna litinn. (Framsóknarflokkurinn er þó hreint ekki slík hreyfing.) Græn- ingjar benda á, að í vestrænum iðnaðarsamfélögum sé breitt bil á milli menningar og náttúru. Menn lifa í þeirri blekkingu að þeir séu yfir náttúruna hafnir og að lausn allra vandamála sé að beisla náttúruna enn frekar og „sigra“ hana. Hið vestræna hag- kerfi stenst ekki og áframhald- andi stefna í sömu átt leiðir miklar hörmungar yíir mannkyn; er hægfara sjálfsmorð. Til að snúa af þessari braut verða menn að viðurkenna sjálfa sig sem hluta náttúrunnar og taka mið af náttúrulögmálum s.s. hringrás- um efna. Segja má, að þessi sjónarmið Græningja hafi hlotið blessun Sameinuðu þjóðanna þegar alls- 8

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.