Vera - 01.04.1991, Side 11
MEÐ HEIMINN í HÖNDUM OKKAR
1901 og bjó í ýmis konar húsum í
Reykjavík (timburhúsi, steinhúsi,
blokk og síðast í nýtisku húsi í
Hlíðunum) var sífellt að lofa og
prisa stórstígar framfarir í bygg-
ingariðnaði enda gift húsasmíða-
meistara! Hún kvartaði reyndar
yfir of mikilli sól í stofunum og
þurru lofti en fannst það vega
fyllilega upp rakann, kuldann og
trekkinn, að ekki sé minnst á
vatnsleysið, í gömlu húsunum.
Menn í útlöndum hafa vaknað
upp við vondan draum og margt
bendir til þess að við séum einnig
að rumska. Ljóst er að fram-
farirnar hafa verið of hraðar og
jafnvel meira af kappi en forsjá.
Nú, þegar við höfum losað okkur
við „heilsuspillandi“ umhverfi for-
tíðarinnar kemur í ljós að nútíma
umhverfi er einnig heilsuspillandi
en bara á annan hátt. Húsin eru
orðin þéttari til að forðast trekk
og til að spara upphitunarkostn-
að og ryk og gufur sem eru til
staðar hlaðast þvi upp þar sem
loftskipti eru ekki eins tíð. í
venjulegu einbýlishúsi hafa
mælst 250 mismunandi efni í
loftinu. Grunnvatnsyfirborð er á
ýmsum stöðum orðið ískyggilega
lágt vegna óhóflegrar vatnseyðslu
og frárennsli og sorpmál eru viða
í ólestri. Vatnssalerni eru t.d. ekki
mjög góð uppfinning hvað varðar
vatnsnotkun og hreinlæti og
útlitshönnun þeirra auk þess
fáránleg útfrá þrifnaðarsjónar-
miðum.
í Noregi er talið að
um 30% nýrra
skrifstofubygginga
og opinberra
stofnana séu sýktar
og að hlutfall
íbúðarhúsnœöis
sé svipað.
Nú, þegar við
höfum losað okkur
við „heilsuspillandi"
umhverfi fortíðar-
innar kemur í Ijós að
nútíma umhverfi er
einnig heilsu-
spillandi en bara á
annan hátt.
Stöðugt koma á markaðinn ný
byggingarefni og tækni, t.d. varð-
andi loftræstingu og lýsingu sem
eiga að leysa einhver vandamál
eða auka notagildi. í raun veit
enginn hvaða aukaverkanir
kunna að fylgja, því ný efni og ný
tæki eru ekki prófuð fyllilega áður
en þau eru sett á markað. Mál-
fríður Kristiansen, arkitekt, segir
að þessu megi e.t.v. líkja við
ummæli sem hún heyrði eitt sinn
um lækna að þeir viti mikið um
sjúkdóma en lítið um lyf og það
notfæri framleiðendur sér. Arki-
tektar standa frammi fyrir vanda-
málum eins og trekk, leka og sliti
og grípa gjarnan fegins hendi efni
og aðferðir til að ráða bót á þessu.
Líkt og með ýmis lyf eru auka-
verkanir nú að koma í ljós. Dag-
lega koma ný efni á markaðinn,
töfraefni sem laga eitt en anda svo
kannski frá sér eiturgufum. Þekkt
er dæmið um asbestplötur,
spónaplötur, ýmis lím og lökk,
einangrunarefni o.s.frv. Vandinn
er að það er svo eríitt að sanna að
efni valdi heilsuskaða, það hvílir
á neytandanum og getur tekið
áratugi. Málfríður segir þessu til
staðfestingar að það séu um
hundrað ár síðan læknir í Banda-
ríkjunum skrifaði lærða grein um
hættur sem stafa af formaldehýð-
efninu sem er mikið notað í dag,
m.a. í spónaplötur. Það er fyrst nú
sem Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunin hefur sett reglur um
notkun þess!
Hús er sagt vera með húsasótt
þegar byggingarefni eða bygging-
araðferðir hafa neikvæð áhrif á
líðan fólks. Algengustu einkennin
eru óþægindi í slímhúð, höfuð-
verkur, svimi og jafnvel ógleði og
útbrot. Menn kenna oft um of
þurru lofti eða lélegri loftræstingu
en það er ekki alltaf ástæðan.
Ekki má gleyma alvarlegri og
e.t.v. algengustu efnamengun
innanhúss sem eru reykingar.
Mikilvægt er að vandað sé til
bygginga og efni valin af þekk-
ingu. Allt sem notað er skiptir
máli, byggingaraðferðir og efni,
innréttingar, húsgögn, áklæði og
gluggatjöld. Sumir telja ráðlegast
að láta byggingar standa auðar í
nokkra mánuði eftir að verki
lýkur og áður en fólk flytur inn.
Þannig fá hlutirnir tíma til að
„afgasast", anda og jafna sig.
Margir arkitektar leggja núorðið
áherslu á að húsið sé hluti af
hringrás náttúrunnar og allt sem
notað sé í það eigi að hverfa aftur
til hennar með því að geta brotnað
niður. Menn þurfa að vera á
varðbergi, læra og krefjast þess að
söluaðilar veiti upplýsingar og þá
ekki eins og parket-lagningar-
maðurinn þegar konan spurði
hann hvort límið sem hann notaði
væri skaðlegt: Ja við höfum nú
notað það í fimm ár og erum ekki
dauðir enn!
RV
SAMEIGINLEG
FRAMTÍÐ OKKAR
bæði að þörfum dagsins í dag
og framtíðarinnar. ... Kjarni
málsins er að sjálfbær þróun
verður að byggjast á póli-
tískum vilja.“
Landvernd þýddi útdrátt
úr skýrslunni í fyrra til að
hvetja til umræðna um sjálf-
bæra þróun - og nú hefur
Umhverflsráðuneytið gert
slíkt hið sama.
Sameiginleg framtíð okkar
... Landvernd 1990.
Alþjóðanefnd Sameinuðu
þjóðanna lét vinna svo kall-
aða Brundtland skýrslu um
umhverfis- og þróunarmál
árið 1987 og hvatti öll aðild-
arríki sín til að taka mið af
niðurstöðum hennar við allar
ákvarðanir og stefnumörkun
í umhverfismálum.
Nefndarmenn beindu
einkum athygli sinni að einu
meginatriði: „Mikið af þró-
unarmynstri nútímans gerir
vaxandi fjölda fólks fátækara
og viðkvæmara, um leið og
það er að eyðileggja umhverfi
sitt og lífsgrundvöll. Hvað
getur slík þróun haft í för
með sér á næstu öld þar sem
helmingi fleiri menn verða
háðir sama umhveríl?"
í skýrslunni er lögð
áhersla á sjálfbæra þróun.
Menn geti tryggt daglegar
þarfir án þess að ganga á
möguleika komandi kynslóða
til að fullnægja þörfum sín-
um. „Hugtakið sjálfbær þró-
un felur í sér takmarkanir
sem miðast við nútíma
tækni, félagslegt kerfl og
hæfileika lífhvolfsins til að
vinna úr þeim áhrifum, sem
verða af athöfnum mann-
anna. ...Sjálíbær þróun er
samt sem áður ekki ákveðið
jafnvægisástand. Það er frek-
ar breytingaraðgerð, sem
þýðir að nýting auðlindanna,
stjórnun fjárfestinga, tækni-
þróun og breytingar á stjórn-
kerfum þurfa að aðlaga sig
11