Vera - 01.04.1991, Side 12
MEÐ HEIMINN í HÖNDUM OKKAR
KVENVINSAMLEGT UMHVERFI
Hvaö dettur þér í hug ef
ég segi kvenvinsamlegt
umhverfi? Er þaö vaskur
og eldhúsborö í réttri
hœö þannig aö þú getir leyst
hefðbundiö kvennastarf af
hendi dn þess að fd í bakiö? Eða
er þaö samneysluhús, eins og
Melkorku-konur* dreymdi um
þar sem þú fœrö tilbúnar
mdltíðir og einhver annar þvœr
af þér og þrifur undan þér skít-
inn? Málfriöur Kristiansen arkitekt
leggur áherslu á aö kvenvin-
samlegt umhverfi sé annaö og
meira.
Málfríöur hefur kannaö
hvaöa áhrif staöa kvenna í
aldanna rás hefur haft á
skipulag og hvaöa áhrif skipulag
hefur á stöðu kvenna. Hún
leggur áherslu á aö bœjar-
samfélög hafa breyst mikiö á
flestum sviðum nema hvaö varö-
ar skiptingu í einkasvœöi og
opinber svœði, þar sem konur
eru fulltrúar einkasvœöa en
karlar hins opinbera. Málfríöur
var fús aö deila hugmyndum
sínum meö lesendum VERU og
viö gefum henni oröiö:
12
H V A Ð
E R N Ú
Þ A Ð ?
Fyrsti vísir að borgarsamfélagi
nútímans er líklega þegar hópur
fólks fór að búa skipulega saman
vegna einhverra sameiginlegra
hagsmuna. Sumar borgir urðu
miðstöð trúarbragða, aðrar voru
varnarvirki og enn aðrar byggðust
á krossgötum við ár og vötn sem
markaðstorg. Eins og Sigurður
heitinn Þórarinsson jarðfræðing-
ur sagði einu sinni þá hafa ár þá
undarlegu eiginleika að renna oft
i gegnum borgir!
Með tilkomu borgarastéttar
urðu bæir miðstöð stjórnmála,
menningar, lista og hagkerfis. Við
iðnbyltingu urðu miklar breyt-
ingar. Fjöldaframleiðsla kom til
sögunnar, fólk flykktist úr sveit í
verksmiðjubæi, ný byggingarefni
og tækni litu dagsins ljós. Nú var
hægt að byggja hátt og þétt og
hefðbundin handverksmenning
lagðist smámsaman af. Neysla
jókst og gerði sífellt auknar kröfur
um pláss, samanber risastór aug-
lýsingaskilti nútímans. Ný hern-
aðartækni gerði það að verkum að
bæir voru ekki lengur skipulagðir
með varnir eða sókn í huga.
Samgönguúrbætur og fjarskipta-
tækni hafa líka mikil áhrif á
skipulag. Borgarsamfélög hafa þvi
þjónað mismunandi hagsmunum
og orðið að aðlaga sig ýmsum
breytingum. Þrátt fyrir allar
þessar breytingar er eitt óbreytt:
Skiptingin í einkasvæði og
opinber svæði. Staða kvenna er
enn inni á heimilunum en karla
úti í þjóðfélaginu. Þegar konur
„hætta sér“ út af einkasvæðinu
inn á það opinbera mæta þeim
ýmsar hindranir. Þær alvarleg-
ustu eru tvimælalaust olbeldi
gegn konum. Það loðir enn við að