Vera - 01.04.1991, Blaðsíða 13
MEÐ HEIMINN í HÖNDUM OKKAR
konur séu á „eigin ábyrgð“ á opin-
beru svæðunum samanber þegar
konu sem hafði farið ein á bar í
smábæ í Bandaríkjunum var
nauðgað, þá fóru eiginkonur
nauðgaranna í mótmælagöngu og
sögðu að hún gæti sjálfri sér um
kennt því hún átti ekkert með að
vera að þvælast þarna!
Víða er rótgróin skipting í karla-
svæði og kvennasvæði. Bedúínar
hafa t.d. sérstök kvennatjöld og
mörg íslensk heimili státa af
húsbóndaherbergi nálægt útidyr-
um með sérsnyrtingu. Þetta
skipulag á sér bæði félagslegar og
efnahagslegar skýringar. Feðra-
veldið hefur hagsmuni af því að
aðskilja kynin á þennan hátt.
Konan, vinna hennar og börn - að
minnsta kosti þar sem þau eru
mikilvægt vinnuaíl— er eign
mannsins og hann verndar þessa
eign sína með alls konar lögum,
venjum og skipulagi. Þó svo að
konur haíi alltaf unnið ýmis störf
þá hafa þær alltaf og alls staðar
verið ábyrgar fýrir þvi staríi sem
telst að viðhalda fjölskyldunni,
þ.e. umönnun barna, matartil-
búningur, þvottur og fleiri svo
kölluð heimilisstörf, án tillits til
aldurs eða þátttöku í barneign-
um. Fýrir iðnbyltingu má segja að
þessi störf hafi verið hluti af
efnahagslegri einingu íjölskyld-
unnar. Heimilið var efnahagsleg
heild þar sem framleiðsla og
endursköpun áttu sér stað, en
með iðnbyltingunni varð breyting
þegar flest framleiðslustörf fiuttu
út af heimilinu og urðu launa-
vinna. Eftir sátu konurnar með
hefðbundin kvennastörf sem enn
voru ólaunuð og urðu smám sam-
an ósýnileg. Fjölskyldulaun komu
til sögunnar, ein laun skyldu
nægja tii framfærslu fjölskyld-
unnar og eiginmaðurinn hafði þvi
öll efnahagsleg völd á heimilinu.
Og nú kom ástin til sögunnar,
hún varð laun erflðis og heimilið
varð ímynd hamingjunnar. Heim-
ilið átti að vera griðastaður eigin-
mannsins þar sem hann hvíldist
eftir erfiðan vinnudag í faðmi fjöl-
skyldunnar. Þó svo að raunveru-
leikinn hafi verið allt annar var
þetta ímyndin og hún hefur
reynst lífsseig.
Konum hefur verið ýtt út á
vinnumarkaðinn þegar þörf hefur
verið fyrir þær og inn á heimilin
aftur þegar kreppt hefur að. í
seinni heimsstyrjöldinni var t.d.
mikil þörf fyrir útivinnu kvenna í
Málfríöur Klara Kristiansen arkitekt. Ljósmynd: Ragnhildur Vigfúsdóttir
Bandaríkjunum og þá urðu heim-
ilisstörf skyndilega þýðingarlítil.
Þess í stað spruttu upp dagheim-
ili, matsölur og önnur félagsleg
þjónusta til að auðvelda konum
vinnu utan heimilis. Að stríði
loknu var öllu lokað, konum sagt
upp og áróðurinn fyrir úthverfum
og barneignum hófst. Heimilis-
hald varð æ flóknara þrátt fyrir
tæknivæðinguna og barnauppeldi
varð sífellt vísindalegra. í stað
þess að iðnvæða heimilisstörfin
voru heimilin tæknivædd sem
einkaneysla. Þessu hefur Betty
Friedan lýst á óviðjafnanlegan
hátt í bók sinni Goðsögnin um
konuna.
Auglýsing úr Melkorku, maí 1946,
Síðastliðna áratugi hafa konur
farið að mennta sig í ríkara mæli.
Þær hafa alltaf verið úti á vinnu-
markaðnum, þó svo að horft væri
fram hjá því eins lengi og kostur
var og lítið tillit tekið til þess. Nú
er svo komið að varla er haldin
ráðstefna um skipulagsmál án
þess að rætt sé um skipulag út frá
sjónarhóli kvenna. Því auðvitað er
þetta talið einkamál kvenna! Allt
skipulag miðast við draumafjöl-
skylduna, pabbi skaffar, mamma
heima, börn (og bíll). Staðreyndin
er hins vegar sú að þessi drauma-
fjölskylda er varla til nema í
auglýsingabæklingum frá bók-
sölum og ferðaskrifstofum.
Hjónaskilnaðir eru tíðir, sífellt
fleiri verða einstæðar mæður, fá-
tækum konum fjölgar, og nýtt fjöl-
skylduform, „teygjuíjölskyldan“
þar sem börn úr fýrri sambönd-
um koma og fara, er að ryðja sér
til rúms.
Skipulagsfræðingar eru að
gera sér grein fýrir þvi að þeir
verða m.a. að taka tillit til breyttra
fjölskylduaðstæðna en enn sem
komið er mæna þeir um of á
lausnir sem eiga að gera konum
auðveldara að sinna hefðbundnu
kynhlutverki sínu, jafnframt þvi
að sinna störfum ptan heimilis.
Lausnir sem einkum eru nefndar
er aukið þéttbýli sem býður upp á
samhjálp kvenna, stórfjölskyldu-
fyrirkomulag og íbúðir sem henta
teygjufjölskyldum. Bættar al-
menningssamgöngur, að aðlaga
vinnumarkaðinn þörfum kvenna
t.d. með sveigjanlegri vinnutima
og að minnka muninn milli opin-
berra svæða og einkasvæða. Það
verður að gera einkamálin póli-
tísk og hafa í huga að það sem oft
er skilgreint sem barnvinsamlegt
umhverfi þarf ekki endilega að
vera kvenvinsamlegt.
Það bæjar- og borgarskipulag
sem við búum við hamlar breyt-
ingum í jafnréttisátt. Á meðan
karlveldið hefur hag af veru
kvenna á vinnumarkaði munu
ýmsar skipulagsbreytingar í
þessa veru sjá dagsins ljós. En
meðan ekki er vegið að rótum
vandans, sem er staða konunnar
í nútima þjóðfélagi, eru allar
breytingar aðeins plástrar á sárið.
RV
‘Fjallað er um kvennablaðlð Melkorku
í VERU að þessu sinni.
13