Vera - 01.04.1991, Síða 15
MEÐ HEIMINN í HÖNDUM OKKAR
RUSL OG EKKI RUSL
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■I
.U.
Á horni Langholtsvegar og
Dyngjuvegar er stórt og mikið
hús, í því er meðal annars
dagheimilið Ásborg. Það er á
einhvern hátt tignarlegur blær
yflr húsnæðinu sem upphaf-
lega var byggt og rekið af Thor-
valdsensfélaginu. Innandyra
er ýmislegt sem vekur athygli
gestkomanda. Á borði í gang-
inum eru tveir kassar, annar
merktur „hlutir sem tilheyra
náttúrunni“ og hinn merktur
„tilbúnir hlutir fundnir í nátt-
úrunni" öðru nafni drasl.
Börnin hafa tínt dót úti og
flokkað það á þennan hátt.
Aðaláhersla starfsins í Ás-
borg er á sköpun og skapandi
starf með tengingu við náttúr-
una og náttúruvernd. Börnin
fara út og tína rusl og vinna á
mismunandi vegu úr þvi. Þau
flokka það í náttúmlegt og
ónáttúrulegt, þau vikta ónátt-
úrulega ruslið og bera saman
magn af msli frá mismunandi
svæðum.
Kristín Dýríjörð forstöðu-
kona heimilisins sagði að þær
reyndu að nýta allskonar hluti
sem annars væri hent. Hún
sagði þetta reyndar ekki vera
nýja stefnu hjá fóstmm því að
þannig hefðu fóstmr alltaf
unnið, það er að segja notað
svo kallað verðlaust efni í
skapandi starfi með börn-
unum.
Umíjöllun um náttúruna er
ákaflega stórt viðfcmgsefni,
þannig að í vetur hafa þau að-
allega einbeitt sér að vatninu.
Þau hafa hlustað á ýmis tón-
verk tengd vatni og sjó, sungið
lög sem tengjast þvi og gert
tilraunir af ýmsu tagi.
Eitt af þvi setn Kristin gerir
með börnunum er að endur-
vinna pappír.
KK
1. Dagblað er lagt í bala
með vatni, Olga 5 ðra og
Laufey 3ja óra njóta þess að
rífa gegnblautt blaðið í litla
bita.
2. Blaðatœgjurnar veiddar
uppúr, settar í skdl og þeytt-
ar með töfrasprota.
3. Jukkinu hellt útí vatnsbala.
4. Olga sigtar pappírsörður
uppúr vatnsbaðinu og
þerrar sigtið að neðan með
svampi.
5. Olga rúllar pappírinn til að
nó meiri vökva úr honum. Nú
er hún með tilbúinn
endurunninn pappír, hann á
aðeins eftir að þorna áður
en hœgt er að nota hann.
Þannig þjuggu börnin í
Ásborg til jólakort til foreldra
sinna um síðustu jól.
15