Vera - 01.04.1991, Page 18
-■ .
MELKORKA
TÍMARIT KVENNA
Tímaritið Melkorka kom
út á árunum 1944-62.
Árið 1948 kom ekkert
blað út en frá 1949 gaf
Mál og menning tímaritið út.
Á tíu ára afmælinu er sagt
hver tilurð blaðsins var:
„Upphaf að stofnun Melkorku
1944 var að endurreisa átti
lýðveldi íslands. Nú skyldu
konur skipa veglegri sess við
hlið karla en áður hafði
þekkst.“ Blaðið hvatti konur
til að láta þjóðmál meira til sín
taka og vakti athygli á ábyrgð-
inni sem fylgdi auknum
réttindum þeirra. Málgagnið
átti einnig að flytja greinar af
„baráttu kynsystra okkar
annars staðar í heiminum, i
einu orði menningarrit sem
væri konum íslenzka lýðveld-
isins samboðið.“ Helga Kress,
bókmenntafræðingur, telur
Melkorku vera „tvímælalaust
eitt skeleggasta timarit sinnar
tegundar sem gefið hefur verið
út á íslandi, auk þess sem
hún er merk heimild um
kvennabaráttu síns tíma."
Nafn sitt hefur blaðið frá
Melkorku Mýrkjartansdóttur
sem tekin var herskildi á
írlandi og flutt nauðug til
íslands, þar sem hún mælti
ekki orð af vörum árum
saman svo eigandi hennar og
barnsfaðir, Höskuldur,
heyrði. Rannveig Kristjáns-
dóttir segir svo í fýrstu rit-
stjórnargrein sinni Sól er á
loft komin...: Jslenzku konur!
Þögn okkar hefur uerið þrálát
og löng eins og þögn Melkorku,
og sjaldan rojin nema þegar
móðir leggur barni sínu heil-
ræði.... En hin vaxandi samtök
alþýðunnar í landinu veita
konunni fyrirheit um fegurri
dag og krefjast þess um leið af
henni, að hún skilji ábyrgð
sína, sem þjóðfélagsþegn og
hlutgengur aðili í baráttu
hinna vinnandi stétta. ... Bar-
átta konunnar gegn karl-
manninum er ekki lengur til,
heldur aðeins barátta hennar
við hlið hans, fýrir réttlátara
þjóðskipulagi. Á þann hátt
öðlast hún fyrst frelsi og fullt
jafnrétti."
í Melkorku eru ýmsar
greinar um sovéskar og kín-
verskar konur, enda aðstand-
endur blaðsins sósíalistar.
Einnig er sagt frá friðarbaráttu
kvenna heima og heiman.
Blaðið birtir fjölda ljóða, sögur
og leikrit eftir íslenskar og
erlendar konur. Einnig eru rit-
dómar og viðtöl við listakonur
og konur sem voru að ljúka
námi í „nýjum“ fögum. Hann-
yrðir og uppskriftir eru í flest-
um blöðum.
Rannveig Kristjánsdóttir
skrifar fróðlegar greinar um
Heimilisstörf og hagfræði og
um Eldhúsið og skipulag þess.
í greininni um heimilisstörf og
hagfræði segir Rannveig m.a.
að aðeins tvær leiðir séu færar
til að létta heimilisstritið: Að
flytja tæknina inn á heimilin
eða að flytja störfin út af
heimilunum. Hún vill að
konum verði gert kleift að velja
um störf utan heimilis og
húsmæðrastarfið viðurkennt
sem arðbært og launað. „Á þvi
sviði sem öðrum væri tæknin
hagnýtt sem bezt." Barns-
fæðingar verði taldar nauð-
synlegar þjóðfélaginu og því
tekið upp launað barnsburð-
arleyfi og styrkur til heima-
vinnandi mæðra. Einnig vill
hún að skipulögð verði „fram-
leiðsla matar í stórum stíl“
sem menn ráði hvort þeir neyti
heima eða heiman, starfs-
stúlknamiðstöð svo að konur
„gætu fengið heimili sin ræst
og mat þar fram borinn.“
Einnig vill hún véltæk þvotta-
hús, leikskóla og byggðahverfi
þar sem íbúar hefðu nána
samvinnu um jarðyrkju- og
heimilisstörf.
Árið 1945 skoðar Rannveig
samneysluhús í Gautaborg
ásamt fýrsta íslenska kven-
arkitektinum Halldóru Briem
Ek. Halldóra býr þá í slíku
húsi ásamt eiginmanni sínum
og tveimur smábörnum og
Rannveig spyr hana um kost
og löst samneysluhúsa. Hall-
dóra segir að húsin séu of dýr
í rekstri fyrir allan þorra
manna þvi þau hafi verið
byggð of lítil og veitingasalan
þvi ekki borið sig. Barnafjöldi
er misjafn og þvi vissir
erfiðleikar i rekstri leikskóla
og dagheimila en hún telur að
ein lausnin felist í þvi að reisa
fremur kollektivhverfi i stað-
inn fyrir kollektivhús. Hall-
dóra lýsir einum degi sínum
þannig: „Það er svo sem ekkert
skrýtið við að búa í svona
húsi. - Við förum sæmilega
snemma á fætur, klæðum
börnin og sendum þau i
leikskólana. Klukkan 8,30
þarf ég að vera komin í vinn-
una. - Hádegisverð borða ég
einhvers staðar nálægt skrif-
stofunni. Kl. 4,30 kem ég heim
og þá borðum við á matstof-
unni, sem er hér í álmunni.
Svo sækjum við börnin, sem
eru þvegin og södd og þá
byijar kvöldið. Leikstofan er
lokuð á laugardögum eftir há-
degi og á sunnudögum og þá
höfum við börnin hjá okkur.“
Þvotturinn er sóttur og skilað
tandurhreinum og straujuð-
um, einnig er sérstök fatavið-
gerðastöð á staðnum." Ræst-
ingakona kemur eftir að hús-
móðirin fer á morgnana og
tekur til í íbúðinni. Á barna-
heimilinu er einangrunarher-
bergi fyrir veik börn. „Það er
óskaplegur munur að búa í
svona húsi, eins og ég bý i,“
segir Halldóra að lokum „frá
því að hafa enga hjálp og þurfa
að gera allt sjálfur, og þetta
hverfi virðist mér vera stór-
kostleg tilraun til þess að
reyna að sníða bæjarfyrir-
komulagið eftir þörfum þeirra
húsmæðra, er halda vilja starfi
sínu, og eins þeirra, er ekki
geta haldið starfsstúlku, en
anna ekki heimilisstörfunum
sjálfar. Og það er nú einu sinni
svona, eins og við höfum svo
oft rætt um áður, að við viljum
ekki hætta starfi, og ef við
eigum að hætta um leið og við
giftum okkur og eignumst
börn, er það gersamlega
tilgangslaust að vera að leggja
fjármagn í sérmenntun okkar
- en við verðum bara, eins og
nú er í pottinn búið, að taka að
okkur tvö störf. Og fyrir utan
það, sem við höfum verið að
ræða um, þ.e.a.s. betri skipu-
lagningu íbúða og bæjar-
hverfa, sé ég einungis tvennt,
sem getur stuðlað að þvi, að
leysa þetta vandamál. Annars
vegar breytt uppeldi karl-
mannanna, þannig að þeim
þegar frá blautu barnsbeini
væri innrætt, að þeir ættu
engu síður en kvenfólkið að
hugsa um hirðingu á sínum
eigin fötum og bera ábyrgð á
útliti heimilisins og uppeldi
barnanna. ... Hitt er að greiða
öllum konum mæðralaun frá
ríkinu. Launin eiga að vera
það ríflega tiltekin, að þegar
konan hefur eignazt ákveðinn
íjölda af börnum, segjum þrjú,
geti hún valið, hvort heldur
hún notar launin til að greiða
fyrir börnin á leikskóla eða
greiða laun starfsstúlku, eða
hvort hún segir upp starfi sínu
18