Vera - 01.04.1991, Qupperneq 19

Vera - 01.04.1991, Qupperneq 19
og sér sjálf um börn og heim- ili.“ Árið 1954 skrifar Rannveig Löve um Áhrif heimilisins á rnálfar og þjóðerniskennd barna. Þar hvetur hún mæður til að svæfa börn sín við ís- lensk ljóð og þulur og leggja rækt við þjóðerniskennd barna frá upphafi. Karlar skrifuðu einnig í blaðið, t.d. Ólafur Jóhann Sigurðsson um konur og skáldskap (þar sem hann ræðst á Önnu frá Moldnúpi og ritdóm hennar um bókina Fjallið og draum- urinn), Stefán Jónsson um barnabækur, Björn Th. Björnsson um listskreytingar í skólum og Björn Þorsteinsson um fatnað og tísku. í 1. hefti Melkorku 1960 svara „þjóðkunnar konur" fyrirspurnum um kvenrétt- indamál. Þær eru m.a. spurð- ar hvaða áhrif kvenréttinda- baráttan hafi haft á lífsstarf þeirra. Því svarar Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur svo: „Án kvenréttindabaráttunnar hefði ævi mín að sjálfsögðu orðið öll önnur og litil líkindi til þess að ég hefði nokkurn tíma fengizt við ritstörf. ... Nútímakonan, sem fékk frels- ið í vöggugjöf, hefur ekki, nema með alltof fáum undan- tekningum, notfært sér það á þann hátt, sem móður hennar og ömmu dreymdi um svo dýra drauma. Konunni virðist almennt ekki vera það nógu ljóst, að glóandi gullið, sem lagt var í lófa hennar við fæð- ingu, er ekki fyrst og fremst leikfang. Sú dýrmæta gjöf verður með þvt einu metin og launuð, að konan noti krafta sína og hæfileika til hins ýtrasta. Óteljandi verkefni bíða úrlausnar konunnar, og hún má ekki láta staðar num- ið fyrr en hún hefur að fullu öðlazt það sæti sem henni ber við hlið karlmannsins á öllum sviðum þjóðfélagsins." RV Heimildir: Melkorka 1944-62. Helga Kress: Um konur og bók- menntir Draumur um veruleika. Rvk 1977 Sigrún Sigurðardóttir: íslensk kvennablöð og iímaril 1891—985, Skrá með umsögnum Ópr. BA rit- gerð í Bókasafnsfræði við HÍ, okt. 1985 UMHVERFISVÆNAR UPPSKRIFTIR Eggaldin brokkóli, saxað ristaðir brauðmolar kastaníuhnetur, saxaðar alfa-spírur púrra, niðursneidd rjómaostur, eða léttostur 1-2 hvitlauksrif, marin 1 peli ijómi 1 msk soya sósa Húðin er skorin af egg- aldininu og það sneitt niður og steikt í sólblómaolíu á pönnu. Kryddað létt með aro- mat. Raðað í botn á eldföstu fati. Saxað brokkólí er snögg- steikt I afgangnum af olíunni og hellt yfir eggaldinið. Brauðmolar, hnetur, alfa- spírur og púrra sett yfir grænmetið. Osturinn, hvít- laukurinn og rjómi brætt saman og soya sósa sett út í. Hellt yfir grænmetið, meiri hnetum stráð yfir, bakað við 225 gráður í 10-15 mínútur. Köld paslasósa með tómölum: 2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 1 hvítlauksrif, saxað 1 gulrót, söxuð 1 sellerístöngull, saxaður 1 /4 b fersk persilla, söxuð 1 /4 b ferskt basilíkum, saxað 1 grænmetissoð-teningur 1/4 b vatn 6 miðlungs tómatar Salt eða Herbamare (salt- laust krydd) Laukur „gylltur" í olíunni, hvitlaukur settur út í. Eftir smá stund er gulrót og selleri bætt á pönnuna. Hrært vel í. Krydd, grænmetisteningur og vatn sett saman við. Lok sett á og látið sjóða við vægan hita í 15 mín eða uns gulræturnar eru mjúkar. Kælt. Á meðan grænmetið sýð- ur: Setjið tómatana í sjóðandi vatn í 30 sek eða uns skinnið losnar. Afhýðið og grófsaxið í skál svo ekkert fari til spillis af safanum. Hrærið græn- metisblönduna saman við tómatana, saltið eftir smekk. Hvíllaukssmurostur frá Sigurlaugu Jónsdóttur: 400 g rjómaostur 1 dós sýrður rjómi 1 msk AB mjólk hrært saman uns lauflétt 2 marin hvítlauksrif söxuð steinselja karrý svartur pipar dijon sinnep (örlítið) kryddið sett út í osta- massann og hrært í. Gratinerað pasla: 300 g soðið pasta 300 g brokkólí 200 g skinka í teningum 4egg 3 dl rjómi 200 g mozzarella ostur 100 g möndluflögur (má sleppa) Brokkóli soðið í 3-5 min- útur. Pastað sett í smurt ofnfast fat, skinku og brokk- ólí blandað í. Egg og ijómi pískuð létt saman, rifnum osti blandað úti og sett yfir pastað. Bakað við 200 gráður i 25 mínútur. Baunaspfrur frá Lauru Valentino: Nýtt grænmeti er best og hollast. Það er auðvelt að fá alltaf nýtt grænmeti með því að fylgja aðferð s.em er bæði einföld og ódýr. Hvernig? Aðferðin felst í því að búa til baunaspírur heima hjá sér. Baunaspírur eru góðar í salöt, samlokur og “stir-fty”, og þær eru sérstaklega hollar af þvi að vítamíninnihald þeirra eykst á meðan spír- urnar vaxa, þangað til þær eru tilbúnar til neyslu. Það er hægt að nota margar bauna- tegundir, t.d. mung, aduki og linsubaunir og einnig fræ, t.d. alfalfa (refasmári). Best er að velja lífrænt ræktað hráefni, ekki aðeins heils- unnar vegna, heldur einnig með tilliti til umhverfisins. Setjið u.þ.b. 1/4 b af baun- um í glerkrukku og hellið vatni yfir. Látið baunirnar liggja í 12-24 klst. Skolið þær síðan og lokið krukkunni með grisju/ostaklút, festið með teygju. Hvolfið krukk- unni og geymið á eldhúsgrindinni. Skolið baunirnar tvisvar á dag, en spírurnar verða tilbúnar eftir 4-5 daga. 19

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.