Vera - 01.04.1991, Síða 30
ÍETTA EfllfnTT Hf|
í Melaskóla hjó Sigríöi Eiríksdóttur sem var góöur kennari og Kvennaskólastúlkur glaöar í bragði. Ég er lengst til vinstri.
jókvœö manneskja.
komast út í heim. Það voru áhrif
frá afa, hann var búinn að fara
svo víða. Hann fór til Kanada,
Ungverjalands, Egyptalands og
ísrael, staða sem fólk ferðaðist
varla til á þeim tíma. Ég lifði mig
inn í ferðasögur hans og þegar við
fermdumst jjrjár systkinadætur
bauð hann okkur í hringferð með
Heklunni. Það var mjög óvenju-
legt að fólk notaði skipið til
skemmtiferða og Skipaútgerð
ríkisins notaði okkur í auglýs-
ingu! Við fórum hringinn og lifð-
um það af þó við værum sjóveikar!
Ég var alltaf ákveðin í að ferðast
og ég man hvað mér fannst það
hræðilegt þegar tvær skólasystur
mínar úr Kvennó giftu sig strax að
skóla loknum. Ég býst við að ég
hafi ferðast meira en títt var um
stúlkur á þeim tíma. Ég fór fyrst
út 1957 með Norræna félaginu.
Árið eftir fór ég í enskunám til
Englands en þess á milli vann ég
hjá Útlendingaeftirlitinu. Með
þeirri vinnu var ég farfugla-
mamma í sjálfboðavinnu. Þá var
farfuglaheimili í Austurbæjar-
skólanum og við vorum tvær sem
skiptumst á að skjótast þangað í
hádeginu og á kvöldin, opnuðum
og lokuðum og fýlgdumst með að
allt væri í lagi. Þar kynntist ég
góðu fólki, aðallega piltum, sem
ég skrifaðist svo á við. Á ferðum
mínum heimsótti ég marga þeirra
og mæðurnar tóku mér allar svo
vel, héldu að ég væri tilvonandi
tengdadóttir, en svo var nú
alldeilis ekki.
Ég fór í lengsta ferðalagið árið
1960. Þá var ég búin að ákveða að
fara í Húsmæðrakennaraskólann
og mér fannst óbærilegt að vera
Ég er því alin upp
viö umrœöur um
kvenréttindi og þaö
hefur eflaust haft
mikil óhrif á mig. Ég
hef aldrei haft neina
minnimáttarkennd
gagnvart
karlmönnum.
Fröken Helga
brýndi einnig fyrir
okkur aö vió
œttum aö sœkja
Garösböllin og ná
okkur í embœttis-
menn!
að fara í skóla og fannst ég þurfa
að gera svo margt áður! Þess
vegna fór ég út í febrúar og var um
tíma hjá vinum pabba í
Þýskalandi og ferðaðist svo um
alla Evrópu, stundum í lestum,
með flutningabílum eða bara á
puttanum. Ég sendi mömmu
nákvæm bréf og sumt var skrifað
með blýanti svo hún gæti strokað
það út áður en hún læsi bréfið
fýrir þau hin. Eflaust hefur hún
oft verið hrædd um mig. Ég man
hins vegar bara einu sinni eftir
þvi að hafa verið smeyk. Þá fór ég
frá Ítalíu til Spánar með inn-
flytjendaskipi sem var á leið til
Ameríku. Ég var auðvitað á þriðja
farrými en þótti eitthvað aðeins
finni en hinir og var því boðið að
sitja til borðs með stýrimann-
inum. Við Gíbraltar kom bátur að
sækja þá sem ætluðu í land en
það reyndist þá bara vera araba-
höfðingi með kvennabúrið sitt og
ég! Ég hafði auðvitað heyrt um
hvíta þrælasölu og það flaug um
huga minn: Ef báturinn fer til
Afríku þá spyrst ekki meira til
mín. Ég var mikið fegin að sjá
Breta um borð í bátnum. Ég hitti
svo íslenska vinkonu mína í
Sevilla og hún færði mér peninga,
ekki veitti af því að ég átti aðeins
fimm dollara eftir.
Ég byijaði svo um haustið í
Húsmæðrakennaraskólanum.
Námið tók tvö ár og eitt sumar
sem við dvöldumst á Laugarvatni.
Þetta var góður tími. Við vorum
þrettán og höldum enn hópinn.
Þær komu meira að segja að
heimsækja mig einu sinni í Jóns-
hús. Fröken Helga Sigurðardóttir
vildi að skólinn væri háskóladeild
og þeir sem kenndu bóklegu fögin
voru háskólakennarar. Við feng-
um mjög góð réttindi eftir svona
stutt nám. Fröken Helga brýndi
einnig fýrir okkur að við ættum að
sækja Garðsböllin og ná okkur í
embættismenn!
Þegar við útskrifuðumst lenti
ég í minni fyrstu baráttu gegn
óréttlæti. Þijár skólasystur mínar
voru látnar falla. Ég segi látnar
falla því það var einmitt það sem
gert var. Þær voru teknar of ungar
inn i skólann og ein var ekki með
gagnfræðapróf en þetta var vitað
þegar þær komu inn í skólann og
var þar af leiðandi ekki þeirra sök.
Við mótmæltum allar en það hafði
ekkert að segja.
Að skóla loknum fór ég að
vinna hjá Ferðaskrifstofu ríkisins.
Ég var á skrifstofunni en var oft
gripin og send sem fararstjóri t.d.
á Gullfoss og Geysi. Þá var ég
einnig stundum á Hveravöllum
þar sem ég sá um mat handa
ferðamönnum. Það varð til þess
að ég lenti í göngum með Hún-
vetningum og það var sannkallað
ævintýri fyrir mig! Ég fór aftur
með þeim tveimur árum síðar og
enn þegar ég hitti þá eða
eiginkonur þeirra er ég kölluð
Gangna-Gunna. Það er annað
heiðursheitið mitt.
Um haustið var ég beðin um að
vera skólastjóri Húsmæðraskól-
ans á Hallormsstað í einn vetur.
Það var ljómi yfir Hallormsstað
því þar höfðu mamma og pabbi
kynnst og ég hefði fæðst fyrir
austan ef slysið hefði ekki kallað
þau suður. Ég lét því tilleiðast
einkum af því að skólasystir mín
og vinkona gat komið með mér