Vera - 01.04.1991, Page 34

Vera - 01.04.1991, Page 34
> ÚR LISTALÍFINU ÞAÐ KOSTAR PENING AÐ FÁ AD SKOÐA ÖRIN Bréf frá Sylvíu Þjóöleikhúsiö Leikendur: Guöbjörg Thoroddsen Helga Bachmann Höfundur: Rose Leiman Goldemberg Leikstjórn: Edda Þórarinsdóttir Hreyfingar: Sylvia von Kospoth Tónlist: Finnur Torfi Stefánsson Leikmynd: Gunnar Bjarnason Lýsing: Ásmundur Karlsson Ljóöaþýöingar: Sverrir Hólmarsson É ■ g vll fá risavaxlnn mann, mann sem ekki er afbrýðisam- ur yfir sköpunar- gáfu minni á öðrum sviðum en barneignum.“ Þessi orð bandarísku skáldkonunnar Sylvíu Plath eru lýsandi íyrir þá togstreitu sem einkenndi hennar stutta líf og hrinti henni út í end- urteknar sjálfsmorðstilraunir. Sú síðasta tókst. Þá var hún þrítugt þekkt skáld og tveggja barna móðir. Verkið sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir á litla sviðinu er leikgerð sem byggir að mestu leyti á bréfum Sylviu til móður hennar á um það bil tólf árum. Verkið er áhugavert vegna þess að líf Sylvíu er mjög áhugavert; hún var geysilega næm og tilfinninga- rík og tjáði sig í stórkostlegum skáldskap. Það sem við fáum aftur á móti fyrst og fremst að heyra í leikgerðinni eru óbeisl- uð hamingjuköll og nístandi angistaróp í mjög persónu- legum sendibréfum. í fyrrí hlutanum er mest veríð að upplýsa áhorfendur um æsku Sylvíu og uppruna. Þar flytur móðirin ræður um sig og hjónaband sitt en ekki síst um veikindi og dauða föður Sylvíu og djúpstæð áhrifin sem gefið er í skyn að þetta hafi haft á ofurviðkvæmt tíu ára barnið. í seinni hlutanum er meira líf, meira leikrit, þar eru tilfinn- ingasveiílur Sylviu allsráðandi og við fylgjumst með viðbrögð- um áhyggjufullrar móður hennar. Það er þvi miður aðeins í lokin sem áhorfendur fá að heyra það sem er verið að minnast á í gegnum allt verk- ið; það sem veldur Sylvíu sálarkvölum; það sem hún tjáir sig með og er lífsþorsti hennar og þrá: Skáldskapur- inn, ljóðin. Verkið er fremur flatur upplestur í byijun en fer stigvaxandi og nær drama- tísku hámarki í lokin þegar aðalpersónan deyr og sorg móðurinnar er einlæg og alger. Leikkonurnar eru færar listakonur sem gera það sem þær geta úr þessari leikgerð sem gæti hæglega verið sviðsett útvarpsverk. Helga Bachmann leikur móðurina Aurelíu. Hæfileikar Helgu á sviði harmleiksins njóta sín mjög vel þegar hún sýnir umhyggju sína og næstum stöðugar áhyggjur móður sem þekkir tilfinningaofsa dóttur sinnar út í æsar en heldur sig hæglátlega til baka. Hún túlk- ar einnig vel lífssýn eldri konu sem hefur reynt sorg, von- brigði og brostna drauma og sér söguna endurtaka sig þegar Sylvía er orðin móðir, húsmóðir og konan að baki mannsins síns. Þó að hlutverk móðurinnar sé meira bundið af formi verksins en hlutverk Sylvfu og eigi helst að fylla upp í myndina af skáldkonunni þá nær Helga stórkostlegum tök- um á hlutverkinu í lokin og gerir okkur kleift að upplifa nístandi sorgina sem heltekur hana. Guðbjörg Thoroddsen er sannfærandi Sylvía í öllum hennar upphlaupum og sveifl- um. Hún sýnir mjög vel ham- ingjuköst ungu stúlkunnar sem trúir á lífið og drekkur það í sig milli þess sem hún dettur niður í dýpstu ör- væntingu yfir þvi að takast ekki verk sín fullkomlega. Viðkvæmni, þunglyndi og ör- vænting skilar sér í sterkum svipbrigðaleik sem Guðbjörg hefur alltaf verið sérstaklega fær um að sýna. í andliti hennar sést alltaf togstreitan sem tilvitnunin hér að ofan lýsir: Þráin eftir fullkominni ást og hamingju og fullkomnu sköpunarverki listakonunnar en um leið stöðugur, djúpstæður ótti við að veru- leikinn reynist sá grimmi óvinur sem hana grunar. Þrátt fyrir þetta vantar eitthvað í hlutverkið; sem upplestur úr bréfum er það ekki nógu 34

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.