Vera - 01.04.1991, Side 35
ÚR LISTALÍFINU
verðugt íyrir leikkonuna og
sem fyrr setur formið hömlur
á efnið. Auk þessa er likt og
Guðbjörg losni ekki nægilega
vel við ungu stúlkuna Sylvíu
og kemur ekki almennilega til
skila breytingunni í tveggja
barna móður.
Leikmynd sýningarinnar er
vægast sagt hræðilega ljót.
Kolsvartir veggir, gólf og loft og
í miðju tveir stórir, kuldalegir
vinnupallar sem gætu verið
kórpallar sem er hætt að nota.
Sérstakur höfundur hreyf-
inga vann að sýningunni og
þess vegna er erfitt að segja til
um hvort hún eða leikstjórinn
er ábyrg íyrir stöðugu og mjög
truflandi ferðalagi leikkvenn-
anna með pallana fram og
aftur, hlaupandi i kringum þá
eða klifrandi upp og niður og á
milli þeirra. Að öllum líkind-
um hefur höfundur hreyfinga
verið kallaður til vegna þess að
leikstjóri hefur ætlað að beita
þeirri hæpnu leið að breyta
leikgerð í leikrit. Lýsingin er
góð þá sjaldan hún er notuð til
þess að dýpka leikmyndina og
túlka verkið. Tónlistin í sýn-
ingunni er mjög falleg og ýtir
undir tilfinningaólguna en
hefði mátt heyrast oftar og
meira. Þýðing á texta og ljóð-
um er ágæt og er alveg synd að
ekki skuli vera meira af ljóð-
um í verkinu.
Sýningin hefur yrfir sér fljót-
færnislegt yfirbragð útvarps-
leikgerðar sendibréfa sem
hefur verið breytt í sviðsverk.
Mjög slæmt var að heyra
leikkonurnar mismæla sig
hvað eftir annað. Leikur Helgu
og Guðbjargar er þó mjög góð-
ur og eftir stendur í hugum
áhorfenda togstreita og ör-
vænting hinnar tiifinningariku
skáldkonu Sylvíu Plath og
heljarmikill sársauki móður
sem fékk ekki við neitt ráðið.
Hrund Ólafsdóttir
ma LÆKNISMATTUR
Listarinnar
Hvernig stendur á
því að svona ung
kona hefur gengið
í gegnum svo
mikla þjáningu?" spurðu tvær
eldri konur sem litu inn í FÍM-
salinn við Garðastræti einn
limmtudagseftirmiðdag í fe-
brúar þegar Kristín Andrés-
dóttir var að opna þar sýn-
ingu. „Stef um mannlega þján-
ingu“ kallaði hún þessa fyrstu
einkasýningu sína. Daginn
eftir opnunina hitti VT2RA
Kristínu á myndarlegu heimili
hennar í Breiðholtinu. Veggina
piýða myndir frá myndlistar-
skólaárunum og listaverk níu
ára gamals sonar hennar frá
ýmsum aldursskeiðum. Á
meðan við komum okkur fyrir
í viðarsófasettinu tölum við
um tómleikann sem oft hellist
yfir fólk þegar einhverju stór-
verkefni er aflokið, en Kristín
lýsir líka gleði sinni og undrun
yfir því að hafa þegar selt
fjórar myndir. Þannig hefur
hún fengið fyrir leigunni á
sýningarsalnum, sem hún
bjóst alls ekki við að gera. En
fyrst og fremst tölum við um
ástæðu sýningarhaldsins og
undirrót sköpunar Kristínar -
baráttu hennar við geðsjúk-
dóma.
„Mér líður stundum svona þegar ég kem frá lœkninum. Mér finnst
ég vera í böndum að hrapa og tunna að velta yfir mig."
Mynd: Anna Fjóla Gísladóttir.
Kristín hefur fengist við
myndlist alla sína ævi. Sjö ára
gömul hóf hún hám í barna-
og unglingadeifdum Mynd-
lista- og Handíðaskóla íslands
og stundaði það fram að
landsprófi. Árið 1979 tók hún
stúdentspróf frá listabraut
Fjölbrautarskólans i
Breiðholti, en gerði svo fimm
ára hlé á námi vegna húsbygg-
ingar, barneigna og brauð-
strits. Síðan hóf hún nám við
MHÍ og lauk þaðan mynd-
menntakennaraprófi fyrir fjór-
um árum.
Sem ungbarn var Kristín
mjög þægileg og fyrirferðarlítil.
Hún krafðist ekki þeirrar at-
hygli sem hún kannski hefði
þurft á að halda. Þegar hún
stækkaði þótti hún vera fyrir-
myndarbarn - dugleg, sam-
viskusöm og áreiðanleg. Þó
átti hún við dálitla erfiðleika
að stríða í skóla. Hún átti svo
erfitt með að halda sér
vakandi.
- Ég svaf alltaf fýrstu tvo
tímana í skólanum, segir hún.
Þess vegna kom ég mér upp
ákveðnu kerfi. Ég sat með
opna bók íyrir framan mig,
vinstri olnbogann á borðinu og
höndina fýrir augunum. Þann-
ig svaf ég. Krakkarnir vissu af
35